Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 16
margt segja um þaö, sem ég
hefi oröiö var viö í því efni,
et' rúm leyfði. Eg sleppi því
hér, en segi i staðinn eina sögu.
Það var áriö 1922. Ég sat
sem fulltrúi íslands á alþjóöa-
fundinum, sem kenndur var viö
Genúa. Það var fyrsta skipti,
sem fulltrúar óvinaþjóðanna í
heimsstyrjöldinni 1914—18 hitt-
ust á slíkum vettvangi eftir
striðið. Fulltrúar hlutlausu
þjóðanna voru nokkurskonar
leiktjöld, til þess að umgerðin
um sjónleikinn væri geðfelld-
ari. Stóð talsvert til um að
leggja á fundinum grundvöll að
nýrri vináttu og vinsamlegum
viðskiptum milli allra þjóða
um stjórnmál og fjármál. Eftir-
tekjan var rýr. Lauk með því,
að gerður var í hvelli síðasta
dag fundarins sá sáttmáli milli
allra þjóðanna, sem þarna voru
fulltrúar fyrir, að engin þeirra
skyldi ráðast með vopnum á
hina næsta misserið. Tími var
ekki til þess fyrir mig, að fá
sérstakt umboð frá stjórn minni
til þess að undirrita þennan
sáttmála. Tók ég mér þvi það
bessaleyfi, án sérstakrar heim-
ildar, að skuldbinda ísland til
þess, að ráðast ekki með vopn-
um á neitt þessara Janda í miss-
eri.
Einn góðan veðurdag, meðan
fundurinn stóð, kom til mín
sendinefnd, sem sótt hafði áður
hátíðlega um áheyrn. Hún var
frá Armeníu og hafði orð fyrir
318
henni armenskur lögfræöingur,
sem átti heima í París. Rétt eft-
ir Genúafundinn átti Þjóða-
bandalagsráðið að halda íund.
Nú var það loforð í einum frið-
arsamninganna eftir stríðið, að
skapa skyldi „heimkynni" fyrir
Armeníumenn, gefa þeim sér-
stakt föðurland, sem þeir höfðu
ekki átt um langan tíma. Utn
framkvæmdirnar átti Þjóða-
bandalagið að sjá, en hafði
lítið eða ekkert aðhafzt til
þessa. Erindi nefndarinnar var
að fá mig til þess að beita á-
hrifum mínum í þá átt, að mál
þetta yrði nú tekið til afgreiðslu
á næsta fundi í Þjóðabandalags-
ráðinu.
Eg benti nefndarmönnum á
ýms vandkvæði fvrir mig á því,
að geta komið hér fram til á-
hrifa, sem að gagni væru. Þ.
á m., að ísland væri ekki i
Þjóðabandalaginu, ætti því
heldur ekki fulltrúa í ráðinu.
Það töldu þeir ekkert gera til.
Þá benti ég á, að atkvæði ís-
lands myndi sennilega vega lít-
ið í slíku máli, því það hefði til
þessa látið landaskipti á þessum
hluta hnattarins afskiptalaus.
Þá var því svarað, að hér væri
einmitt komið að kjarna máls-
ins. Þeir hefðu kynnt sér póli-
tíska afstöðu íslands og kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að það
væri eina landið, sem fulltrúa
ætti á Genúafundinum, sem ekki
væri hægt að saka um eigin-
girni í þessú sambandi, því það
jönn