Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 67
laus hríS; ekki sér handa skil.
Þetta er tröllshamur veðrátt-
■unnar á islenzku. fjöllunum aS
vetrarlagi; þegar hún fer í
Tiann, umhverfist hún öll — sem
annars getur veriS svo undur
blíS. Hún verSur lík brjáluSum
seiSmanni, sem finnur. orkuna
leika sem leiftur i heila og
höndum, og lætur hana um-
turna öllu, slá allt meS heljar-
afli og syngja því, sem ekki
fæst bugaS, eilífan óyndissöng.
NÚ sitjum viS í „setustof-
unni“ í Hvítárnesi, á gólf-
fnu suSar prímusinn; inni er
furSu hlýtt og notalegt, þó aS
glugginn sé kafloSinn af hrími
og dýnurnar gaddi viS vegg-
aia, þar sem rúmin Hggja aS
útveggjum.
ViS notum þennan tíma til aS
spila og rifja upp ýmislegt í
sambandi viS þá staSi, sem viS
nú dveljum á.
GuSmundur þekkir hér
bverja þúfu og kann sögu um
bvert örnefni á öræfunum.
Fáir staSir á óbyggSum eiga
V,S sig bundnar jafn margar
nnnningar liSinna tíma sem
Kjölur.
ViS höfum séS, hvar kofi
Újalla-Eyvindar á aS hafa ver-
’S í Karlsdrætti; yfir upp-
sprettulind, sem veitt hefir ör-
btla hlýju og veriS nærtækt
vdtnsból.
Og litlu norSan — sunnan
nndir Kjalfelli — lögSust
JÖHD
Reynistaðabræður til hinnztu
hvíldar. Sagan af þeim finnst
mér átakanlegust af öllum sög-
um frá ferSum um Kjöl.
Þeir urSu síSbúnir aS sunn-
an meS þungan fjárrekstur og
hrepptu á Kili aftakaveSur meS
mikilli hriS, sem mun hafa staS-
iS samfleytt í hálfan mánuS.
SpurSist ei til þeirra fyrr en
leifar þeirra félaga allra, nema
eins, fundust um voriS skammt
sunnan viS Kjalfell. FénaSur
þeirra, hestar og sauSir, var
allt fennt nærri tjaldi, er þeir
höfSu hafzt viS í. Allt — menn,
fénaS — hafSi fönnin gleypt á
örskömmum tíma og sléttaS
yfir svo, aS ekki sást svo mikiS
sem móta fyrir því á hinni
miklu, hvítu sléttu.
En einn félaganna, hraust-
menni mikiS, sem átti hest einn
góSan, fannst ekki meS hinum.
Til lians hefur þaS eitt spurzt,
aS hestur hans fannst skorinn á
háls í feni eigi alllangt í norS-
ur frá Hveravöllum, og ein-
hversstaSar viS Blöndu niSur í
byggö fannst seinna hönd meS
vetlingi á, sem þekktist, aS
maöur þessi haföi átt.
Telja má vist, aS er bylur-
inn var skollinn á og fönn orö-
in svo mikil, aS sýnt var, aS
þeim myndi eigi auSnast, án
hjálpar, aS komast meö rekst-
urinn norSur fjöll, þá hafi maS-
ur þessi ákveSiö aS freista hins
eina, sem þeim mætti til líís
verSa: leita hjálpar. Hestsins
309