Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 124
-urnar. „Ég er því fegnust a‘ð
komast burt úr London, áður
en mjög margir eru orðnir okk-
ur sammála.“
„Væruð þér ekki til með að
trúa mér fyrir leyndarmálinu
um yðar einstaka gengi?“
spurði ég.
Hún leit við mér á þann
ástúðlega, notalega hátt, sem
ég kannaðist svo vel við.
„Trúið þér því, að þegar við
Gilbert vorum orðin hjón og
höfðum sezt að i London og
fólk tók að hlæja að því, sem
ég sagði, þá kom það engum
meir að óvörum en mér. Ég
hafði talað á sama hátt í þrjá-
tíu ár, án þess að nokkur findi
ástæðu til að kíma að því, hvað
þá meir. Ég hélt fyrst, að or-
sökin lægi i klæðnaði mínum
eða drengjakollinum eða ein-
glesinu. Svo skildist mér smám-
saman, að það væri af því, að
ég talaði einfaldan sannleika.
Það virðist vera svo óvanalegt
meðal ykkar, að það verki sem
fyndni. En auðvitaö rennur
þetta bráðum upp fyrir fleirum,
og þegar það fer að verða al-
gengt, þá hættir fólk að hafa
gaman að því.“
„Hvernig liggur þá í því, að
eg ein allra hefi aldrei fundið
neitt púður í því?“ spurði frú
Tower.
Jane þagnaði við, eins og hún
væri af venjulegri samvizku-
semi að leita að raunverulegri
skýringu.
„Kannski þú þekkir ekki
sannleikann, þó að þú sjáir
hann, elskan,“ svaraði hún með
sinni óhagganlegu vinsemd.
Það er óumdeilanlegt, að
Jane hafði síðasta orðið. Mér
fannst, að svo myndi lengstum
verða. Hún var ómetanleg.
E N D I R.
Umsögn um ,,Grænmeti og ber allt árið“
eftir Helgu Sigurðardóttur.
y 7 NGFRÚ HELGA hefur sent
frá sér eina bókina ennþá. Veit
eg, aS niörg húsmóðirin fagnar því,
að fá þessar uppskriftir frá henni.
Það sem sérstaklega vakti eftirtekt
mína við lestur bókarinnar, er for-
málinn fyrir hvcrjum kafla. Þar er
skýrt frá samsetningu og innihaldi
hverrar tegundar fyrir sig, svo að
húsmóðurinni verður það ljóst, hvað
hún hefir handa á rnilli, þegar hún
matbýr, og lærir að varðveita hin
dýrmætu efni, t. d. að sjóða ekki
allan kraft úr fæöunni né eyðileggj3
á annan hátt hollustuefnin.
Þar að auki segir lnm skýrt og
greinilega fyrir, hvernig bezt sé a'i
varðvcita þessar afurðir í lcngf1
cða skcmmri tima.
Nýjung má það kallast, að góðar
fyrirsagnir cru þarna um islenzkai
hagajurtir, svo sem skarfakál, hvonn
og njóla, m. a. sem sjálfstæða retti-
Vonandi gefur ungfrú Helga hus-
mæðrum bráðum aftur góð ráð °&
einhverjar nýjungar. -—
Húsmúðir.
jönp
426