Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 118
vörn gegn hinni pólitísku pest.
Og þessa leiS finnst mér, aö
vér íslendingar veröum aö fara,
hvaö sem aörar þjóöir gera.
Það gefst alltaf bezt, að fara
hina réttu léiö, þótt hún kunni
að vera löng og seinfarin. Það
má leysa vandann í bráö meö
einveldi og ofbeldi, en slíkt ein-
veldi og ofbeldi skapar aftur ný
og jafnvel enn stærri vanda-
mál. Menntabrautin er seinfar-
in og löng leiö, en hún reynist
bezt, þegar til lengdar lætur.
Hin viturlega mannrækt og
heppilegt uppeldi mun gefa
beztan árangur. Með þaö fyrir
augum lier aö endurskipuleggja
menntamálin i landinu og fram-
kvæma fullkomna siðabót bæði
í skólamálum, kirkjulífi og fé-
lagsmálum manna.
Yfirlit.
AÐ, sem ég hefi verið aö
segja í þessari grein, og
meina með endurskipulagningu
menntamálanna í landinu, er þá
i stuttu máli þetta:
Skólakerfinu þarf aö breyta
þannig, aö sérskólar komi aö
mestu leyti fyrir samskóla.
Meiri áherzla sé lögð á hið
raunverulega uppeldi ungra
karlmanna, er skólaánm stunda,
fræösla ein ekki látin nægja.
Unga karlmenn þarf að mennta
og ala þannig upp, að þeir veröi
duglegir, framtakssamir og
hagsýnir menn; menn, sem
bæöi kunna að fara meö sjálfa
420
sig og fjármál. Þeir þurfa að
fá þaö uppeldi, aö ungar og vel
menntaðar stúlkur sjái í þeim
góð og eftirsóknarverö manns-
efni.
Unga kvenþjóöin þarf aö fá
hagnýta skólamenntun í sér-
skólum, sem veita henni allan
þann undirúning, sem ung
stúlka þarf að fá, til þess aö
geta leyst húsmóöurstörf vel
af hendi. Uppeldi og menntun
ungu stúlkunnar veröur að
stefna aö því, aö hún velji hús-
móöurstööuna fremur öllu
öðru. Þetta miöar til þess, aö
skapa meiri festu í allt félags-
líf manna, gefa karlmönnum
meiri atvinnu við ýms þau
störf, er konur stunda nú, og
tryggir konunni l>etra og far-
sælla líf.
Langt um fullkomnara og
betra samstarf þarf að takast
meö skólum, kirkju og heimil'
um viö uppeldi þjóðarinnar.
Meö löggjöf á aö leggja
hörnlur á ýmislegt þaö, sem el'
niöurdrep fyrir menningarleg-
an þroska manna og uppeld*
þjóðarinnar.
Siöabótin veröur aö koma að
•ofan. Þing og stjórn verður a^
gera sér ljóst, hvaö gera þarf>
og hvernig uppeldi þjóöarinnai
getur fariö bezt.
Pétur Sigurösson.
JÖRÐ mœlir fast mcS því viö lc,s
lesendur, að íhuga það, sem gre"
þessi fjallar um.
JÖBy