Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 45
Frú X:
Jólaglaðningur
EGAR JÓLIN NALG-
AST, fer maöur aS hugsa
fyrir jólagjöfunum, en
það er gallinn á, að pyngjan og
viljinn, til aö gleðja vini sína
meö smágjöf, koma sér oft illa
saman.
Aö hætta alveg viö aö gefa
jólagjafir, kemur ekki til mála,
■eöa getiö þiö hugsaö ykkur baö
aöfangadagskvöld, sem aö
minnsta kosti heimilisfólkiö
ekki skiptist á gjöfum. Hér eru
góö ráö dýr — en þér skuluö
fá þau ódýr samt.
1 eftirfarandi línum skal
drepiö á nokkrar smágjafir, sem
hægt er aö l)úa til, án mikilla
útgjalda. Þaö á heldur ekki og
má ekki veröa aöalatriöi, aö
gjöfin sé dýr, heldur hitt, að
hún sé persónuleg og beri vott
um löngun þess, er géfur, til aö
gleðja þarin, er þiggja skal, og
sýna honum vinarhug.
Ferðavcski. 2 pappaplötur 20 cm.
breiÖar og 24 cm. langar varna því,
aS veskiÖ lcggist saman, þó eitthvaÖ
komi við þaö. I veskið er notað rósótt
cretonne eða sirs; fóðrið getur verið
úr sama efni eÖa einlitt. Af fóÖrinu
er klippt ræma, 25 cm bréiö og 64 cm.
iöng; á þetta fóður eru saumaðar all-
ar ræmurnar, er eiga að halda föstum
þeim smáhlutum, er i veskinu eiga aö
yera. Laglegra er aÖ hekla utan um
jaðrana á ræmunum, ef fóðriÖ er ein-
litt. Þegar þessu er lokið, er ytra
borðið sniÖið eftir fóðrinu, saumað
JÖRD
saman á 3 vegu, snúið við og öðru
pappaspjaldinu stungið inn í endann
og saumað í saumavél eins nálægt
þvi og hægt er. Aftur er saumað í
vél 3 cm. frá spjaldinu, þá hinu
spjaldinu stungið inn, og búið eins
um það. I endanum, sem greiðan er,
er enginn pappi, hann er lagður á
milli, þegar veskið er lokað. Loks
eru saumuð í bönd, til að hnýta vesk-
inu saman með.
Róla. Meö því aö gefa lítilli
vinkonu sinni þessa rólu, gleð-
ur maöur ekki aöeins barnið,
helditr engu síður móöurina,
því að hún getur veriö alveg
óhult um barnið, meöan það
situr í rólunni.
347