Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 51
GUÐLAUG OG ASGEIR A ÞINGEYRUM
ÁTTXJR þcssi cr einn af rúm-
lcga fjörutíu l>áttum, er Theo-
<lór heitinn Arnbjörnsson hefir skráö
um þá ÞingevrafeSga, Ásgeir Ein-
arsson frá Kollafjarðarnesi og Jón
son hans. Allir eru þættir þessir með
afbrigðum að frásagnarhætti og lýsa
prýðilega vel þessum einkennilegu at-
Servis- og gáfumönnum. Þættir þcss-
ir munu verða gefnir út í sérstakri
bók á næsta ári, og er þessi saga,
sem hér hefir verið sögð, aðeins
lítill forsmekkur. Er hún hér birt
•efnis sins vegna (á „kvennaþingi"
JARÐAR), en margir eru þættir
þessir eins vel sagðir eða betur.
Asgeir á þingeyrum
var kvæntur Guðlaugu
Jónsdóttur frá Melum. Unni
hann henni mjög og mat allar
tillögur hennar eftir því. Vín-
hneigöur var Ásgeir nokkuö og
'drakk ríflega, er hann fór til.
Lét hann oft líða langt á rnilli,
því að hann vissi, að Guðlaugu
A'ar mjög ógeðfelld drykkja
hans.
Það var venja Ásgeirs, að
haupa tunnu af brennivíni, er
hann fór með ullina. Þegar
tunnan kom heim, var hún sett
a stokk í búri, en Ásgeir bauð
hl sín bændum og gleöimönn-
Um, og skyldu þeir drekka meö
honum úr tunnunni. Lá Ásgeir
þá í
í'úmi sínu, en gestirnir sátu
har út frá og drukku svo fast
sem h\ rer þoldi, þar til búið var
l,r tunnunni. Brennivínið var
horið inn í könnu úr silfri. Var
hún nieð háu loki skreyttu og
hinn bezti gripur. Tók hún tvo
Jörd
potta. Nokkrir silfurbikarar
fylgdu könnunni, og voru þeir
notaðir, svo sem þeir e'ntust, en
aðrir drukku úr tinkrúsum.
Ekki átaldi Guðlaug þetta, svo
að vitað yrði, meðan Ásgeir
keypti aðeins eina tunnu á ári.
Svo bar við eitt sumar, hálf-
um mánuði eftir að farið var
með ullina og brennivínsgildið
var afstaðið, að Ásgeir sendi
húskarla sína á áttæringi út á
Skagaströnd eftir viðarfarmi.
Bað hann þá formanninn að
koma með brennivinstunnu um
leið, og gerði hann það. Bjóst
Ásgeir nú að halda veizlu sem
fyrr og bauð vinum sínum og
kunningjum. Brugðust þeir vel
við, og var margt manna komið
að Þingeyrum næsta laugar-
dagskvöld. Var þá tunnan opn-
uð og öllu hagað sem hið fyrra
sinnið. Hófu þeir að drekka, og
tæmdist fljótt silíurkannan
mikla. Gekk svo fram á kvöld-
ið. Eitt sinn, er sent var með
könnuna, kom sá aftur, sem
sendur var, ekki erindi feginn,
og sagði, að tekinn var tapp-
inn úr tunnunni og hver dropi
runninn niður í búrgólfið. Alla
setti hljóða, er við voru. En
eftir litla stund vatt Ásgeir sér
fram úr rúminu og mælti um
leið: „Nú er Guðlaug mín reið,
og ég drekk ekki meira.“
Eftir þenna atburð bragðaði
Ásgeir aldrei áfengi.
353