Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 137
valdiö af þjóöinni. Þetta gerö-
ist vitanlega i nafni framfara og
frelsis og víst engum var í byrj-
un ljóst, hvaöa óhamingja leiddi
af þessu. Enda var samskonar
lýöræöi í tízku meðal allflestra
hinna nýju ríkja út um heim-
inn, sem sjálfstæö höfðu orðiö
á 19. öldinni. Nú hafa þessi riki,
meö tölu að kalla má, glataö
lýöfrelsi sínu og eru komin und-
ir ýmsar tegundir einræðis.
? — Var það lýöræöinu að
kenna ?
: — Já, vitanlega var það lýö-
ræðinu að kenna, vegna þess að
þaö reyndist allstaðar vinna á
móti kröfum manna um lýð-
frelsi, réttaröryggi og innan-
landsfriö.
? — Og hvernig það ?
: — Lýöræöiö veitir mönnum
strax i byrjun offrelsi.þ.e. frelsi
til að ráöast á frelsi annara
gegnum flokkasamtök og meiri-
hlutavald, sem jafnvel hefir rétt
til að beita sjálfri löggjöfinni
sem vopni. Af sömu ástæöu er
réttaröryggiö rokiö út i veður
og vind. Og úr friöartrygging-
unni veröur bein ófriöarrækt,
rekin á alþjóðarkostnaö, því aö
sjálft ríkisvaldið er gert aö
verölaunagrip handa þeim
flokki, sem vinnur í samkeppni
í atkvæðaveiðum, — m. ö. o.
sjálf fri'ðar- réttar- og frelsis-
tryggingin verður beinlínis til
þess að rækta ófrið, órétt og ó-
frelsi í landinu! Ég segi ekki
að þetta sé viljandi gért. En
JÖRÐ
þetta er eitt skýrasta dæmi um
afleiðingar vanþekkingar og
vanhugsunar. Réttur og frelsi
eru ekki til ööru vísi en sem
afleiðingar réttra ráðstafana. í
félagssamneyti er sjálftekinn
réttur óréttur og tekið frelsi
skapar ófrelsi. — Sem vænta
má, hefir aldrei nein þjóö sam-
þykkt eða stofnað hjá sér lýð-
ræði, heldur vex það allstaðar
upp, sem þróun eða afleiðinga-
keöja af aöferöum vanþekking-
arinnar til aö handsama frelsiö,
réttinn og lífsgæöin. Reyndar á
ekki að þurfa mikla glögg-
skyggni til að sjá, að sú aðferð
kunni ekki góöri lukku aö
stýra, aö svipta þjóðarheildina
allri málsvörn, en gera at-
kvæðalýðinn og flokkana að
hæsta ráöi í þjóðmálunum og
láta þau reka sín á milli á-
byrgöarlausa verzlun um rikis-
valdiö og fjárhirsluna.
? — Álítið þér, aö lýðræðið
þurfi endilega aö misnota rík-
isvaldiö og fjárhirzluna r
: — Já, því miður. Lýðræði-
legt flokkræði lifir beinlínis á
því, aö hafa þennan rétt og
þetta frelsi. Og það er gott fyrir
þá, sem fá að njóta þess. með-
an þaö varir. En fyrir hina þýð-
ir þaö óréttur og ófrelsi strax.
og fyrir alla ófriöur og örygg-
isleysi í bráö og lengd. Þess-
vegna hefir hreint lýöræöi
hvergi lifað lengi. Heilbrigöir
kraftar og harðhendir hafa
venjulega ekki beðiö eftir
439