Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 26
leg jólin kunna aö geta oröiö.
En hér skal stuttlega minnst á
tvenn jól, sem bæði voru æriö
ólík því, sem jól eru optast, og
skal þess getið um önnur þeirra,
að þau voru ekki jól, nema að
mánaðardeginum til.
AÐFANGADAG jóla 1915
var ég staddur austur á
Borneo, i þorpi einu, sem Bira-
jang heitir, í Úlú-Sungeisýslu.
Það var hér um bil 30 km. frá
heimili mínu og var ég þar á
ferðalagi og Ganti hestasveinn
með mér. Ég gisti í pasangrahan
(gistihúsi stjórnarinnar). Ég
sat á frampalli og minntist
|)ess, að þá var aðfangadags-
kvöld.
Jól; miðsvetrarhátíð ! Fram-
an úr grárri forneskju hafa for-
feður mínir haldiö stórhátið á
þessum tíma árs. „Myrkrið er
manna fjandi", og nú var loks
svo langt komið inn í myrkrið,
að lengra varð ekki farið. Hvers
sem vænta má af þorrastormum
og góufrostum og þó rnenn ættu
fyrir höndum að skjögra í ein-
mánaðarumhleypingum og ef til
vill að verða bjargarlausir í
vorharðindum, varð þó ekki á
móti mælt, að dagarnir fóru
aftur að lengjast, sólargangur-
inn að lengjast um hænufet á
dag, þangað til sólin að síðustu
bæði risi og settist í norðri, eða
þvi sem næst, og væri á loftL
að segja má allan sólarhring-
inn, hvað sem hver segði. Það
var ekki að furða, þó hýrnaði
yfir körlunum, þar sem þ'eir
gaufuðu hálfloppnir i dinnn-
unni, eða belgdu sig upp með'
daufum og köldum drykk inni
í reykjarsvælunni við eldglór-
úrnar.
Margt af þessu er óbreytt
enn. En fyrir löngu er kominn
nýr og Ijetri siður á Norður-
löndum, og menn ’halda þar nn
Hcimkynni
Björgúlfs
lœknis í
Púlu Sambú
hjá Singaporc.
mu»«K
328
JÖIU>