Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 179
Bls.
EFNISYFIRLIT:
Frh. af 2. kápusíðu.
BÖRNIN:
Gambansöguh ..................................... 340—341
Móðir með barn (mynd) ................................ 338
ólafur Noregsprins (mynd) ............................ 339
TIL GAMANS:
Sigurkarl Stefánsson: Krossgáta ................. 44G—447
Smælki .............. 346, 3G1, 377, 380, 392, 42G, 434, 437, 447
FRÁ RITSTJÓRNINNI:
Til lesenda JARÐAR
Prentvillur í 3. hefti
Orðið er laust .....
MYNDIR (sjálfstæðar):
Jólaþvottuijinn ................................................. 305
Stallsysturi .................................................... 30G
María með soninn ................................................ 309
Á kápuforsíðunni er Maríumynd eftir Titian.
3. kápusíða
454
TIL LESENDA JARÐAR
UM LEIÐ og vér höfum þá ánægju, að senda frá oss þetta jóla-
hefti, sem vér vonum, að sé vel heppnað, teljum vér þó nauð-
synlegt, að biðja lesendur vora, og þó einkum áskrifendur,
velvirðingar á, að ekki hefir reynst unnt að koma þessum fyrsta
árgangi upp í þá stærð, sem vér gerðum ráð fyrir (G72 biaðsíður).
Það verður reynt að bæta það upp á næsta ári, en enn er ekki
fullráðið með hverjum hætti. Eftirleiðis verður útgáfan mánaðar-
leg og með fullri stærð. Ritstjórinn (sem jafnframt hefir hingað
til haft framkvæmdastjórastörfin á hendi) hefir öðrum þræði orð-
ið að gegna prestsembætti norður í landi fram að þessu. Og vér
vitum, að þér, sem vér beinum línum þessum til, teljið þetta nægi-
lega skýringu á óreglu þeirri, sem verið hefir á útgáfunni, og
gerið svo vel að afsaka hana og vænta umbóta, er ritstjórinn get-
ur nú gefið sig allan að ritstjórninni, en útlit á, að vér fáum ágæt-
an framkvæmdastjóra með áramótunum. — JÖRÐ þarf 3000 kaup-
endur, til þess að geta borið sig með mánaðarlegri útkomu, lof-
aðri lágmarksstærð og þeim frágangi, sem verið hefir á 1. árgangi.
Áskriftatalan er ekki enn komin í þá hæð, en rit með þeirri stærð
og gæðum JARÐAR á leikandi að geta náð henni, ef þeir sem
þekkja JÖRÐ, kynna hana hinum, er þekkja hana ekki. — Athugið
þetta, kærir lesendur.. Þvi fleiri kaupendur, þvi stærra og betra rit.
JARÐAR-áskrift er skemtileg tækifærisgjöf.
TIL BÓKAVINA O. FL.
Fáeinir tugir eintaka eru enn til af fyrri flokki JARÐAR. Fjór-
ir árgangar, um 1200 blaðsíður samtals, með fjölda úvalsmynda.
Verð 20 krónur. Snúið yður til afgreiðslumanns JARÐAR, Ársæls
Árnasonar, Bankastræti 9, Reykjavík (sími 455G; pósthólf 331).
Góð gjöf bókasöfnurum og æskumönnum.
JORD