Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 156
Syngjum Drottni nýjan söng
ii.
HVENÆR væri fremur knýjandi
ástæÖa til að lofa og vegsama
Drottinn, fyrir oss Islendinga, fyrir
undursama hlífÖ og varöveizlu en
nú, á þessum viðsjálu og hræðilegu
tímum? Meðan fjöldi þjóða sætir
hræðilegustu kjörum, ófrelsi, áþján,
ástvinamissi og eignatjóni og hörm-
ungum meiri en orð fá lýst, njótum
vér enn friðarins og hver fær óá-
reittur að stunda sitt starf. Og hve-
nær væri fremur ástæða en nú til
að hiðja hann um að varðveita heim-
ilin, ástvinina, samverka- og sam-
ferðafólkið, land vort og íslenzka
þjóð? Og hvenær væri fremur en nú
þörf á að sameina alla krafta og
vitsmuni þjóðarinnar, og hugi allra
í hlýju, falslausu vinarþeli, en ein-
mitt nú?
Hver getur hjálpað og varnað
hættum og hörmungum nema Guð?
Vissulega enginn.
Til hans skulum vér, eldri og
yngri, samhuga hefja hug vorn. Og
í heilögu húsi Guðs skulum vér
syngja honum nýjan söng. Hann
heyrir hænir. Efumst aldrei um það.
Hann vill, að allir geti orðið sam-
taka, hvort heldur í lofgerð eða fyr-
irbæn.
Hann einn getur hjálpað og hugg-
að, ef hörmung dvnur yfir. Ef illa
tækist til, yrði enginn viðurkenndur
hlutlaus. Allir eiga beint og óbeint
sinn hlut i heillum og óheillum þjóð-
ar vorrar.
Um viðburði morgundagsins veit
enginn — enginn nema Guð.
Felum þvi honum framtíð vora i
sameiginlegri hæn með trúnaðar-
trausti. Kvíðum ekki morgundegin-
um né neinni okominni stund.
Syngjum Drottni nýjan söng.
safnaðarsöny, meðan oss er hlift.
Syngjum honum þökk og lofgerð.
Og syngjum honum einnig nýjan
söng, ef oss yrði ekki hlíft i fram-
tiðinni. Hann einn getur látið öll
él birta upp um síðir.
Syngið nýjan söng.
Hvert hjarta, hver tunga, hver
taug og hver æð,
öll veröldin vegsami Drottin.
Halldór Jónsson, Rcynivöllnm.
Smalamennska á Núpsstað og villiféð í Eystrafjalli
Niðurl. frá bls. 454.
Enda hafa sjaldan tapast kind-
ur þar.
Bylur jtessi gerði viða mikið
tjón og þó einkum á Austur-
o g Norðurlandi. T. d. fauk
Kálfafellsstaðarkirkja í Suður-
sveit. Hefði ég farið til fjárins,
án þess aö gefa mér tíma til að
lesa lesturinn, er ekkert vísara,
en að ég hefði orðið úti eða orð-
ið að örkumlamanni; þeim mun
fremur, sem ég fór venjulega
léttklæddur til fjárins. Það var
blessaðttr húslesturinn, sem
-458
hjargaði mér. Enda tók ég það
sem bendingu af hæðum, urn að
halda u]tpi húslestrum staðfast-
lega.
„AlmúgamaSur í Rcykjavík"
skrifar JÖRÐ:
„Kveðjan frá Nonna í 2. heftinu
er eitthvað hugljúf, og gaman væri.
ef hann gæti sent JÖRÐ þetta, sem
hann dregst hálfvegis á að sendti
henni. Varla þarf hann að setja þ_a<
fyrir sig, að trúarskoðanir hans ryr 1
nokkuð í hugum okkar l>að, sem
liann kynni aÖ senda af sliku tagi.
enda eru þær sennilega góðar og
göfugar."
jönD