Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 11
sem þeir áttu á íslandi og tekin
haföi veriö eignarnámi. Þetta
voru eftirhreytur frá heims-
ófriönum; en miklar upphæöir
í húfi, á okkar mælikvaröa. Svo
vildu Spánverjar ekki kaupa
fiskinn okkar, vegna áfengis-
bannsins. Norömenn vildu ekki
kaupa saltkjötiö o.s.frv.
Jæja, þarna kom þá fram aö
við áttum utanríkismál. Og
nota mátti „tildurherrann" okk-
ar í Danmörku til annars en
tildurs, einnig utan Danmerk-
ur.
iSíÖan var farið aö tala um
hvernig skipa skyldi málum,
eftir að hægt væri að segja upp
sambandslögunum, eöa frá ár-
inu 1944 að telja. Þá voru utan-
i'íkismálin oröin áríöandi mál í
hugum manna. Og allt stefndi
' þá átt, aö taka utanríkismálin
alveg í okkar hendur frá 1944.
Svo kom hernám Danmerkur
9- apríl. Og áður en sólarhring-
ur var liöinn, haföi Alþingi átt-
að sig og tekið þá ákvöröun,
aÖ þar sem Danir gætu ekki,
eins og komið væri, annast þessi
ntál, tækjum viö þau alveg í
okkar hendur aö svo stöddu.
(Jg nú hefir rás viöburöanna
þannig gert þessi mál að mikils-
veröum málum í okkar eigin
böndum fyrr en varði. Áöur en
við vorum búnir aö nudda stýr-
Urnar úr augunum, urðum viö
að taka upp fyrirvaralaust það,
sem viö höföum ætlaö okkur 4
ar til aö undirbúa.
JÖRD
ViIÐ VITUM ÖLL, aö ein-
staklingurinn getur ekki
lifaö lífi sínu, án þess aö eiga
mök við aöra einstaklinga, á
heimili sínu, i sveitinni sinni, í
landinu sínu og jafnvel utan
landsteinanna. Þetta er svo i
allra frumstæðustu þjóöfélög-
um. Enn frekar meö menning-
arþjóðum. Og þaö fer i vöxt,
eftir því sem tæknin auðveldar
samgöngur og samneyti manna
á milli.
Þetta er aö vissu leyti alger-
lega eins urn þjóðirnar sin á
milli.
Þessi mök geta verið tnargs-
konar og margþætt. Þau geta
farið' fram friösamlega og i
Ijezta samkomulagi. En oft get-
ur greint á milli, meira eða
minna. Og stundum getur á-
greiningurinn leitt til málaferla
eöa fulls fjandskapar. Jafnvel
áverka og mannvíga — og stór-
kostlegs eignatjóns.
Til hafa alltaf verið einsetu-
menn, setn hafa viljað draga
sig út úr öllu samneyti viö aðra
menn. En þeirn hefir sjaldan
tekizt þaö alveg — ef þeir hafa
kært sig um aö lifa. Þeir hafa
þá þurft að fá mat eöa annað
frá öðrum. Þessu líkar ástæöur
eru til þess, að viö, „Einbúinn
á Atlantshafinu“, höfum aldrei
sleppt öllu samneyti viö aörar
þjóöir, þrátt fyrir mikla ein-
angrun svo öldum skipti. Og
. einbúinn, sem hefir viljann til
þess aö slíta öllu samneyti við
313