Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 69
Yfir okkur hvelfist nú aftur
heiöur, óendanlega víSur,
stjörnubjartur himinn, me<5
bragandi norðurljósum og
stöku, svifléttu, mjallhvítu slcýi.
Hvergi, svo langt sem augaS
eygirj sér í dökkan díl. Fjöil,
dalir, vötn og ár — allt liggur
faliS undir endalausri blánand:
snjóbreiSunni.
Allt hiS óverulega, sem villt
hefir augaS, svo aS viS höíum
ekki eygt hiS stórfenglega í
mótun landsins, er nú í einni
svipan máS út.
ViS stöndum á víSáttumik-
illi sléttu, girtri háum fjöllum
á alla vegu. Hinar voldugu
hjálmlaga línur í Bláfelli, —
SkriSu, — Flrútafel!:. vestan
Kjalar, stiga nú mikilúSgar
fram úr sæg lína og laganna
sumarsins. Og austan há-Kjal-
ar gnæía Kerlingafjöli, fjar-
ræn og tiguleg, eins og dísir.
sein droOna í ríki fegurSarinn-
ar.
Inn i þennan mikla sal varp-
ar tungliS geislum eins og inn
a óendanlega stórt leiksviS, þar
sem einn stórfenglegasti og feg-
l'rsti hluti öræfanna íslenzku
ei'u leiktjöldin. En um leiksviS-
reika ósýnilegir þöglir svip-
lr úr sögum og sögnum liSinna
t'nia. Þarna stíga þeir fram
nnklir og voldugir beint út úr
Itugmyndaheimi æskuáranna:
^ér heyja Eyvindur og Halla
kina hörSu baráttu sína fyrir
lífinu. ÞaS sést til ferSa Reyni-
Jöbð
staSabræSra, þar sem þeir þok-
ast norSur sléttuna meS fénaS
sinn, unz þeir nema staSar úti í
skugganum sunnan viS' felliS
mikla, sem rís upp úr miSju
skaröinu.
Skuggarnir hjúfra sig frá
sléttunum upp úr giljum fjalla-
hliSana og gera þær aö hyl-
djúpum, geigvænlegum gjám.
— En ekkert getur stigiS létt-
ari dans en norSurljósin, sem
braga yfir höfSum okkar. Eng-
in ský geta veriö svifléttari og
drifhvítari en litlu skýin, sem
hópast saman uppi yfir Lang-
jökli, skínandi björtum. Ekkert
getur veriö eins silkimjúkt, ó-
snortiS og hreint aö sjá, sem
snæbreiöan, er þekur hér ger-
vallt land.
Er vetrar aS og óbyggSin
lokar aS sér, geymir hún innra
meö sér slíka fegurö, aS fátt
mannlegt auga fær nokkru
sinni aSra eins séö. Veröi ein-
hver svo hamingjusamur, aS fá
aS njóta hennar, þótt ekki sé
nema stutta stund, þá hefir
hann kynnst nýjum dásamleg-
um heimi, sem hann aldrei upp
frá því fær gleymt.
ÆRÐIN suSur meS Hvít-
árvatni er þung — víöast
í hné á skíöunum. Kl. hálftólf
um kvöldiS komum viö í
Tangaver, fyrsta gististaöinn
okkar. Hvílumst viö þar stund-
arkorn og drekkum te. Síöan
kveSjum viS þetta gamla, viröu-
371