Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 49
stríösins fyrir hugskotssjónir
og þó haldiö vitinu.
Af skemmtunum höfum viö
nóg, kannski meira en viö höf-
um gott af; en þær eru flestar
þannig, aö við látum aöra um
að skemmta okkur. Þannig er
það, þegar við förum í bíó eða
leikhús, hlustum á útvarp eða
horfum á íþróttakeppni; við er-
um óvirkir þátttakendur í þessu
öllu saman. Öðru máli gegnir
um spil og' dans, enda þykir líka
þorra manna það langtum betri
skemmtun en hitt, er fyrr var
getið. Og svo eru jólaleikir sí-
gild skemmtun fyrir alla í
jólasamkvæmum. En þá er
spurningin: í hvaða leik eig-
um við að fara? Þar sem rúm-
gott væri og ekki mikið af
smádóti, myndi ég mæla með
þvi að byrja á að fara í skolla-
leik; hann getur orðið ótrúlega
skemmtilegur. Málsháttaleikir
eru líka mjög skemmtilegir, ef
þátttakendur eru vanir þeim;
annars geta þeir lent í vandræð-
um og fálrni. Hér fer á eftir
.,uppskrift“ á nokkrum
skenmitilegum leikjum:
Miðaleikur. Þar er um að
gera að vera fljótur að hugsa.
Stafrófið er skrifað á litla
Pappirsmiða 5—6 sinnum ; þó
eru stafirnir x, y, z, q, æ og ö
ekki hafðir með, af því að fá
n°fn byrja á þessum stöfum.
Ollum miðunum er ruglað sam-
ah i skál. Einn af þátttakendum
tekur skálina og segir t. d.:
JÖRÐ
„hver getur nefnt mér borg í
Evrópu, (nú fyrst tekur hann
miðann upp úr skálinni, t. d.
r), sem byrjar á R?“ Þetta er
auðveld spurning, og hann fær
mörg svör, en sá, sem fyrstur
verður til að svara, fær mið-
ann og tekur við skálinni.
Það má spyrja utn allt mögu-
legt, listir og vísindi, sögu og
landafræði. Sá, sem spyr, má
því aðeins svara, að enginn ann-
ar geti það; geti enginn svar-
að, gengur miðinn úr, og ann-
ar miði er tekinn. Sá, sem hef-
ir flesta miða, hefir unnið.
Gizkað á bókartitla. Hver
þátttakandi fær blað og blýant
og á með einfaldri teikningu að
búa til mynd af nafninu á
einhverri bók, sem kornið hefir
út á árinu. T. d. grútarlampi
með týru í: „Ljós heimsins".
Maður, sem rétt hangir saman
í miðjunni: „Sultur“, o. s. frv.
Þegar allir eru búnir, réttir hver
sitt blað þeirn, sem næstur sit-
ur, og hann skrifar ráðninguna
og höfundarnafnið neðst á blað-
ið og brýtur svo upp á það, svo
ráðningarnar sjáist ekki, og
réttir þeim næsta. Sá, sem fær
flestar réttar ráðningar, sigrar.
Minnisleikur, sem Kipling
lætur „perlulækninn" leika við
Kim og hindúadrenginn, er
fyrirtaks leikur, því að hanii
skerpir eftirtekt og minni. 15—
20 smáhlutir: Skrúfur, eldspitu-
stokkur, kertisstubbur, blýantur
og hvað, sem maður hefir við
351