Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 58
í ciag var frí í skólanum ....
ég var því aS nota skíðafærið
.... Eg ann íþróttum .... Ég
lenti svo langt vegna þess, aS
veðrið var svo gott .... En ég
varð fyrir töfum hérna inni á
heiðinni, skíðaband slitnaði ..
.. Annars hefði ég verið fyr
á ferð .... Þú veist, að pabbi
hefir keypt Dal .... Sannast
að segja var það vegna þess,
að ég var á ferð hér í dag ....
Ég hafði gaman af að líta á
þessa tilvonandi eign mína
....!“
Úlfur er allt í einu svo þreytt-
ur, að hann kemst ekki lengra
með byrði sína.
Ungu mennirnir horfast í
augu. —
„Úlfur!“
Hákon íaðir lians er að hefja
leit að honurn.
Og Úlfur svarar kallinu.
AÐ er aðfangadagur jóla.
Veðrið er bjart og síg-
andi frost. — Úlfur skríður á
skíðum með miklum hraða
heim úr kaupstaðnum. Hann
er hýr á svip og raular hvert
lagið eftir annað. Hann ber
stóran poka á bakinu, og í
þrjóstvasanum er .... Hann
styður við og við hendinni á
vasann, eins og til þess að
sannfærast um gildi hans.
Minningarnar leiftra í huga
hans, eins og æfintýri úr Þús-
und og einni nótt.
Kvöldið, sem Hrólfur hrap-
360
aði, hafði Hákon brugðið við'
og farið um nóttina út í kaup-
stað, til þess að segja frá at-
burðum. Hrólfur dvaldi í Dal
um nóttina. Daginn eftir fór
hann heim.
En milli drengjanna tókst
mikil vinátta. Það hafði orðið'
að ráði, að Úlfur kæmi til bæj-
arins, yrði þar á vegum vinar
síns og gengi með honum í
skóla.
Og nú er hann á leiðinni heirn
í jólaleyfið. Hann syngur full-
um hálsi „Inn milli fjallannaú
Hann fer vel með ljóð og lag-
Það er að vísu gaman að vera
í skóla, og Hrólfur er inndæll
félagi, — en heima er samt
bezt.
Hann hallast meir fram á
skíðin og eykur hraðann. Mjöll-
in marrar.
— Það er farið að rökkvar
þegar hann nær heim. Snatí
fagnar honum með þvi að koma.
til móts við hann langt út fyr-
ir tún.
Stjarni kemur hlaupandi fra.
hesthúsinu, leggur höfuðið a
öxl hans, horfir skærum augunt
á hann og humrar ánægjulega.
Þær eru fallegar, blessaðar
skepnurnar, og vinátta þeirra
fölskvalaus.
Úlfur hinn ungi finnur, að
hann er tengdur sterkum bönd-
um við þennan stað. Iiér bros-
ir allt við honum og býðut
hann velkominn. — Litli bæt-
inn er eins og álfahóll þarna >
jönf>