Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 125

Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 125
Arnór Sigurjónsson: BÆKUR 1940 MEIRI BÓKAÚTGÁFA hefir verið í ár hér á landi en nokkru sinni fyrr. Sú skýr- ing hefir verið á því gefin, að menn hafi eigi getað fengið bækur frá Norðurlöndum, siðan Þjóðverjar tóku Danmörku og Noreg í vor, og hafi j)á verið aukin útgáfa islenzkra bóka í staðinn, enda hafi þjóðin á sama tíma fengið aukna fjárhagslega getu bæði til bókaútgáfu og bóka- kaupa. Þetta er að nokkru leyti rétt. En ekki hefði verið svo fljótt við brugðizt, sem raun' ber vitni, ef þessi aukna bókaútgáfa hefði alls ekki verið undirbúin áður. Menn virðast ekki liafa veitt því nógu mikla eftirtekt, að nú er að gerast stórbreyting, hrein bylting, i islenzkri bókaútgáfu. Gömlu bóka- forlögin, sem áður gáfu út bækur ,,í frjálsri samkeþpni", eru flest horfin, hætt útgáfu eða atkvæðalitil. Þó stendur eitt jjeirra eftir og að því er virðist í fullum blóma, bókafor- lag Þorstcins M.. Jónssonar á Aknr- eyri. Gömlu félagssamtökin til út- gáfu bóka í þjóðlegum fræSum. Bók- menntafélagið og Sögufélagið, minna helzt á kalvíði í hinum grósku- mikla skógi bókaútgáfunnar nú. En bæði gömlu forlögin og gömlu fé- lagssamtökin liafa eignazt sína erf- ingja. Þvi er líkast um íslenzl<a bókaútgáfu. að þar hafi ný, umsvifa- mikil kynslóð tekið við búi, og sé i þvi ráðin, að búa á nýjan, sérstak- an hátt. Gömlu bókaforlögin voru aðallega rekin af bókaverzlunum. Það, sem oft gaf seglfestu bæði í bókaverzl- unina og bókaútgáfuna, var verzlun og útgáfa á skólabókum. Sú verzlun og útgáfa þótti oftast nokkuð arð- viss, en skilaði þó sjaldan miklum gróða. (Nú hcfir rikið tekið þessa utgáfu í sínar bendur að mestu). Ekkert rak sérstaklega eftir annarri bókaútgáfu. En það var metnaðar- JÖRD sök að gefa út góðar bækur og þótti jafnvel þjóðþrifafyrirtæki, og auðvitað þótti það líka gott, að eiga sér þar hagnaÖar von. En miklu oftar leituðu rithöfundarnir sér að útgefanda, heldur en útgefendurnir bóka, til að gefa út. T STAÐ ÞESSARA GÖMLU FORLAGA bókaverzlananna eru nú komin forlög þrentsmiðjanna. Þessi nýja bókaútgáfa er mjög við það miðuð, að fá nægilegt verkefni handa prentsmiðjunum og prentur- unum. Það er mjög hentugt fyrir prentsmiðjurnar að hafa þvilík verk- efni, sem bókaprentun — sem ekki þarf aÖ vera bundin við ákveðinn dag eða stund ■— samhliða prentun dagblaða og verzlunareyðublaða. Góður reksturshagur prentsmiðjunn- ar er undir því komin, að alltaf sé nóg að gera. Atvinna prentaranna er beinlínis í þvi fólgin. En auðvitað er ekki nóg fyrir prentsmiðjur og prentara, að prenta bækur og gefa út. Þær þurfa að seljast. Þeir, sem útgáfunni stjórna, þurfa að vera reikningsglöggir menn um það, hvað helzt muni borga sig, bæði hugkvæmir og nærfærnir um það, livað „fjöldinn" muni helzt girn- ast. Þeir þurfa lika að vera snjall- ir menn í auglýsingabrögðum, kunna að láta ritdómarana vinna fyrir sig o. fl. þess háttar. Þau öfl standa á bak. við þessa bókaútgáfu, að hún er miklu framtakssamari en hin gamla bókaútgáfa, og hún er miklu fljótari að nota sér það, þegar bóka- markaðurinn rýmist. En hún skoðar ekki fyrst og fremst tilgang sinn að vinna menningarhlutverk á sama hátt, sem hin gamla bókaútgáfa gerði í liægð sinni og framtaksdeyfð. Hún finnur ekki fyrst og fremst hvila á sér skvldur við þjóðlegar bók- menntir eða innlenda rithöfunda, heldur við prentarana og hluthafana 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (01.12.1940)
https://timarit.is/issue/309930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (01.12.1940)

Aðgerðir: