Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 125
Arnór Sigurjónsson:
BÆKUR 1940
MEIRI BÓKAÚTGÁFA hefir
verið í ár hér á landi en
nokkru sinni fyrr. Sú skýr-
ing hefir verið á því gefin, að menn
hafi eigi getað fengið bækur frá
Norðurlöndum, siðan Þjóðverjar
tóku Danmörku og Noreg í vor, og
hafi j)á verið aukin útgáfa islenzkra
bóka í staðinn, enda hafi þjóðin á
sama tíma fengið aukna fjárhagslega
getu bæði til bókaútgáfu og bóka-
kaupa. Þetta er að nokkru leyti rétt.
En ekki hefði verið svo fljótt við
brugðizt, sem raun' ber vitni, ef þessi
aukna bókaútgáfa hefði alls ekki
verið undirbúin áður.
Menn virðast ekki liafa veitt því
nógu mikla eftirtekt, að nú er að
gerast stórbreyting, hrein bylting, i
islenzkri bókaútgáfu. Gömlu bóka-
forlögin, sem áður gáfu út bækur ,,í
frjálsri samkeþpni", eru flest horfin,
hætt útgáfu eða atkvæðalitil. Þó
stendur eitt jjeirra eftir og að því
er virðist í fullum blóma, bókafor-
lag Þorstcins M.. Jónssonar á Aknr-
eyri. Gömlu félagssamtökin til út-
gáfu bóka í þjóðlegum fræSum. Bók-
menntafélagið og Sögufélagið,
minna helzt á kalvíði í hinum grósku-
mikla skógi bókaútgáfunnar nú. En
bæði gömlu forlögin og gömlu fé-
lagssamtökin liafa eignazt sína erf-
ingja. Þvi er líkast um íslenzl<a
bókaútgáfu. að þar hafi ný, umsvifa-
mikil kynslóð tekið við búi, og sé
i þvi ráðin, að búa á nýjan, sérstak-
an hátt.
Gömlu bókaforlögin voru aðallega
rekin af bókaverzlunum. Það, sem
oft gaf seglfestu bæði í bókaverzl-
unina og bókaútgáfuna, var verzlun
og útgáfa á skólabókum. Sú verzlun
og útgáfa þótti oftast nokkuð arð-
viss, en skilaði þó sjaldan miklum
gróða. (Nú hcfir rikið tekið þessa
utgáfu í sínar bendur að mestu).
Ekkert rak sérstaklega eftir annarri
bókaútgáfu. En það var metnaðar-
JÖRD
sök að gefa út góðar bækur og
þótti jafnvel þjóðþrifafyrirtæki,
og auðvitað þótti það líka gott, að
eiga sér þar hagnaÖar von. En miklu
oftar leituðu rithöfundarnir sér að
útgefanda, heldur en útgefendurnir
bóka, til að gefa út.
T STAÐ ÞESSARA GÖMLU
FORLAGA bókaverzlananna eru
nú komin forlög þrentsmiðjanna.
Þessi nýja bókaútgáfa er mjög við
það miðuð, að fá nægilegt verkefni
handa prentsmiðjunum og prentur-
unum. Það er mjög hentugt fyrir
prentsmiðjurnar að hafa þvilík verk-
efni, sem bókaprentun — sem ekki
þarf aÖ vera bundin við ákveðinn
dag eða stund ■— samhliða prentun
dagblaða og verzlunareyðublaða.
Góður reksturshagur prentsmiðjunn-
ar er undir því komin, að alltaf sé
nóg að gera. Atvinna prentaranna er
beinlínis í þvi fólgin.
En auðvitað er ekki nóg fyrir
prentsmiðjur og prentara, að prenta
bækur og gefa út. Þær þurfa að
seljast. Þeir, sem útgáfunni stjórna,
þurfa að vera reikningsglöggir menn
um það, hvað helzt muni borga sig,
bæði hugkvæmir og nærfærnir um
það, livað „fjöldinn" muni helzt girn-
ast. Þeir þurfa lika að vera snjall-
ir menn í auglýsingabrögðum, kunna
að láta ritdómarana vinna fyrir sig
o. fl. þess háttar. Þau öfl standa á
bak. við þessa bókaútgáfu, að hún
er miklu framtakssamari en hin
gamla bókaútgáfa, og hún er miklu
fljótari að nota sér það, þegar bóka-
markaðurinn rýmist. En hún skoðar
ekki fyrst og fremst tilgang sinn
að vinna menningarhlutverk á sama
hátt, sem hin gamla bókaútgáfa gerði
í liægð sinni og framtaksdeyfð. Hún
finnur ekki fyrst og fremst hvila
á sér skvldur við þjóðlegar bók-
menntir eða innlenda rithöfunda,
heldur við prentarana og hluthafana
427