Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 142
Bandaríkjamaður um framtíð Bretlands
MAÐUR er nefndur Negley
Farson. Hann er Banda-
ríkjaniaður og aðalstarf
hans hefir verið blaðamennska.
Hann hefir verið 26 ár í Eng-
landi og á þeim tima viða lang-
dvölum í Evrópu. Hann þekkir
England betur en flestir aðrir
Ameríkumenn og hefir skrifað
um ]rað margar greinar, sem
markað hafa afstöðu óbreyttra
Itandaríkjaþegna til Englands
og málefna þess.
Nýlega birtist eftir hann
grein í enska tímaritinu Lilli-
put, þár sem hann segir Bret-
um, hversu sér Iítist á. Þar far-
ast honum meðal annars orð á
þessa leið :
HURCHILL beindi orð-
V-' um sínum beint inn í
hjarta hvers ensks manns, þeg-
ar hann mælti þessi orð um yf-
irstandandi styrjöld: „Dauðinn
og sorgin munu verða föru-
nautar vor allra, en þol vort og
þrek hinn eini skjöldur vor.
Drengskapur vor og dáðir
verða að blika og glóa gegnum
myrkrið, sem nú hvílir yfir Ev-
rópu, þangað til þau eru orðin
eldstólpinn á eyðimörkinni, sem
leiðir hana til hjálpræðis."
,,Ég held,“ segir Negley Far-
son, „að jafnvel hver meðal-
maður enskur sé nú að búa sig
undir það, með líkamlegri og
andlegri þjálfun, að verða við
444
þessu ákalli og þessari þungu
kröfu forsætisráðherrans."
Negley Farson heídur áfram
og segir: „Lok þessarar styrj-
aldar verða kærkominn skilnað-
ur við hin tuttugu hengilmænu-
legu, grunnfæru og lítilmótlegu
ár, sem komu á eftir friðar-
samningunum, þegar heims-
styrjöldinni lauk. Fyrir mér er
það óbilandi vissa, að þeir Eng-
lendingar, sem lifa þessa styrj-
öld af, muni gera þessar ófrá-
víkjanlegu kröfur:
I fyrsta lagi, að allt fyrir-
konmlag mannlegs lífs verði
reist á vísindalegum grundvelli.
í öðru lagi, að ekki skuli fram-
vegis þolað, aö mannlífið verði
Mammon að handbendi. Og 1
þriðja lagi og öllu öðru freinur,
að hamingja mannfélagsins
skuli ekki eítirleiðis eiga mikið
undir orðheldni stjórnmála-
manna og pólitískra flokka,
eins og vér þekkjum þá í dag.
Til þess að úr þessari rót-
tæku félagslegu framför geti
orðið, verður aö marka við-
skiptum og fjáröflun réttlatan
bás,.sem annars flokks nauðsyn
í lífi manna. Hin persónulega
afstaða verður að breytast.
Fasistaríkin áttuðu sig á þessu
löngu áður, en oss datt það 1
hug. I því liggur lífsmöguleiki
þeirra og réttlæting, en ég lield,
að sá dagur sé að að koma íyrn
Bretlandi og Bandaríkjunumr
jðni>