Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 102
Dólgurinn ygldi sig.
„Þér eruö til ama“, sagði
hann. „Yður lá ekkert á frá
Strassborg."
Þá nálgaðist Jeanne móður-
systir með Genevieve í togi, en
Coupri rak á eftir. Ónotaleg
þögn varð og Stoffel dró sig í
hlé.
„Lofum nú hjónaleysunum að
vera í næði, svo þau geti tekið
að kynnast", sagði Coupri og
neri saman höndum ánægjulega.
„Skilja þau ein eftir“, æpti
Jeanne móðursystir skelfd upp
yfir sig. Slíkt var ekki eftir
venjum „Ijetra fólks“ þá.
„Blessuð, láttu ekki svona“,
anzaði Coupri og var augljóst,
að móti því tjáði ekki að mæla.
„Við snæðum dögurð innan
stundarfjórðungs. Genevieve
skemmtir yður þangað til.
Komið, vinir mínir.“
Fólkið fór út og gekk Stoffel
síðastur og komst ekki hærra
með dyftað höfuðið.
EGAR Genevieve var orð-
in ein með heitmanni sín-
um, settist hún snögglega nið-
ur, án þess að líta á hann. Þaö
varnaði við, að Saint André
tæki að kunna miður vel við
sig. Það varð óviðkunnanleg
þögn, sem ungfrúin rauf að
lokum.
„Yður hefir gengið vel ferð-
in, herra!?“ sagði hún áherzlu-
laust.
„Óþoliumæði gerði hana
404
langa, ungfrú", svaraði hann.
Hún roðnaði og tók að pjakka
öðrum hælnum. Það leyndi sér
ekki, að undir hinu vel tamda
yfirborði bjó rík lund.
„Þér voruð nú búinn að segjá
það áður, að mig minnir.“
„Maður, setn er sannur i sér,
hlýtur á stundum að endurtaka
ummæli sín,“ svaraði Saint
André. „Umberið skort minn á
andríki. Fyrirgefið hann vegna
einlægni minnar.“
„Einlægni,“ tók hún upp eft-
ir honum. Hún leit til hans
leiftrandi augum og hreytti
bókstaflega i hann: „Þér ein-
lægur?! Er það kannski ein-
lægni að þykjast hafa brunnið
af óþolinmæði eftir áð ganga
að eiga ókennda stúlku?“
Saint André fékk nú eigin
reynd fyrir því, að verða ráða-
fátt.
„Það er — það er til nokkuð,
er nefnist hugboð,“ sagði hann
loks.
„Jú, herra minn. Þér höfðuð
jafnvel meira fyrir yður en
hugboð, að því er heimanmund-
inn snerti. Ég skil svo sem
þolinmæði yðar. Mér datt það
bara ekki í hug undir eins.“
Saint André féll á annað knéð
við stól hennar og reyndi að
ná hönd hennar og hugsaði a
meðan í skyndi, hvað segja
skyldi. En hún hrifsaði að sér
hendina.
„Enn er ég ekki orðin kona'1
yðar,“ minnti hún hann a-
jöim