Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 15
ánægjuefni, aö fá tækifæri til
þess aö bæta úr þeim þekking-
arskorti meö réttuni upplýsing-
um, með eðlilegum hætti, eftir
því sem við á. Að firtast við,
er maður verður var við litla
þekkingu á landi sínu, getur
verið fljótráðið og varasamt.
Hvað ég á hér við, skýrist
máske með dálítilli sögu.
Fyrir mörgum árum sat ég
boð hjá Briand, þáverandi for-
sætis- og utanrikismálaráðherra
Frakka. Við aðra hlið mér sat
þáverandi utanríkismálaráð-
herra Búlgaríu. Tal okkar
barst að íslandi og ég mun
hafa látið orð falla i þá
átt, aö hann hlyti eðlilega að
vera ókunnugur högum og hátt-
um á íslandi. Reyndist þá svo,
að hann vissi þó.nokkuð um ís-
land. Svo segir hann eitthvað
á þessa leið : „Nú eruð þér bún-
ir að yfirheyra mig um ísland.
Má ég nú heyra hvað þér vitið
um Búlgaríu?“ Eitthvað vissi
ég. En varla miklu meira en
bann um ísland. Svo slógum við
• gaman. Kom okkur vel saman
um ósanngirnina í því, að ætl-
azt til þess, að allir, hversu fjar-
ligTgrjandi og fjarskyldir sem
væru, ættu að vera sérfróðir um
land annarra og þjóð.
CTUNDUM hefir mér verið
^ falið að vera fulltrúi ís-
iands á alþjóðafundum og mót*
um með fulltrúum ýmsra þjóða,
sem íslandi hefir verið boðið til,
JÖRÐ
t. d. Norðurlandafundum. Oft
er það haft í orði um slík milli-
þjóðamót, að eftirtekjan eftir
þau sé ekki alltaf mikils virði.
Satt er það, að ef vandamál
eru á dagskrá, sem skiptar eru
skoðanir um, þá vill oft verða
erfitt að sveigja saman mörg ó-
lík sjónarmið; að minnsta kosti
fæst ekki ávallt svo jákvæður
árangur, sem þeir gera ráð fyr-
ir, er bjartsýnastir eru. En ekki
væri réttlátt að fordæma slík
mót þessvegna.
„Sjaldan fellur eik við fyrsta
högg“, segir máltækið. Það
kann að vera, að mörg högg
þurfi, áður en eikin fellur. En
hvert höggið vinnur eitthvað á.
Og vel unnin störf eru sjaldan
eða aldrei unnin ófyrirsynju. Á-
vextirnir koma stundum ekki
fram fyrr en löngu seinna.
Hinu mun enginn neita, sem
tekið hefir þátt í slíkum mót-
um, að þau eiga sitt hlutverk:
Að skapa gagnkvæma aukna
þekkingu á högum og háttum
þjóða og landa. Við það bætist
persónuleg kynning manna á
milli, sem oft getur reynzt hag-
nýt siðar.
Fólk, sem aldrei hefir komið
til landsins, gerir sér auðvitað
ýmsar hugmyndir, ónákvæmar
eða jafnvel fjarstæðar, um land-
ið og fólkið, sem þar býr. Þátt-
taka í slíkum mótum minnir á
landið, vekur hina fulltrúana
og aðra til umhugsunar um það
á einn eða annan hátt. Mætti
317