Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 44
legið í dái hjá mörgum, þar
sem enginn þekkti þessa hliö
hlið Péturs gamla, og var þetta
fólk honum þó vel kunnugt áö-
ur. í þriðja lagi sýnir þetta
atvik, hve allir, eldri sem yngri,
reyndu að gera sitt til að
skemmta öllum á þeirri hátíð,
er menn reyndu almennt af ein-
lægni að „vera eins og börn.“
Einhvers konar gleðskapur
var jafnan viðhafður á þriðja
og f jórða dag jóla, að ógleymdu
því, að lesa þá alltaf húslestra
á kvöldin.
Dagana milli jóla og nýárs
var þó tekið til tóvinnu og ann-
arar, sem nauðsynleg þótti.
Matarskanmitur var eins og
venjulega, að undanteknu því,
að margir þáðu ekki annað en
vökvun, en átu jólamat sinn
daglega, þó ætlast væri til, að
þeir hefðu hann sem „auka-
bita". Á gamlaárskvöld var til-
högun á mat og drykk svipuð
og á aðfangadagskvöld, en þó
var ekki skammtaður eins mik-
ill matur. Þá var æfinlega spil-
að og kannski dansað, ef ein-
hverjir kunnu, sem stundúm
var. Á nýársdag var einnig allt-
af gleðskapur.
Einnig var altítt, að okkur
væri boðið á aðra bæi, og var
þá sýipaður gleðskapur þar.
Jólin voru alltaf talin til
þrettánda. En þá voru öllum
gefnar lummur með kaffi, og
æfinlega spilað. Úr því gekk
allt sinn vanagang, eins og
endranær. Allir hömuðust viö
allskonar vinnu. En auk rninn-
inganna frá jólafagnaðinum, þá
átti rnargur til einhvern bita af
jólamat sínum, er Þorri hóf
göngu sína. Öllu var þó lokið
á endanum.
En aö ári liðnu hófust aftur
jól, með svipuðum hætti.
,,Skipulagning“ í gamla daga
A RIÐ 1644 höfðu strangir heit-
^ trúannenn („Púrítanar1') náð
stjórn Englands í sínar hendur. Á
aðfangadag jóla var þá hátterni
margra i landinu ærið laumulegt.
„Ertu með jólabita undir kápunni?“
spurðu menn kunningja sína. „Hvað
crtu að fara, niaður?" var svarið.
„Veiztu ekki, að jólin eru pápisk
heiðni og afmunin?" En samt var
maðurinn að launiast með eitthvað
undir kápunni. Lögin sögðu: Drott-
insdagur (sunnudagur) einn er helg-
ur dagur; hátíðir eru bannaðar. —
Cromwcll, „leiðtoga" ensku þjóðar-
innar þá, tókst að afhöfða konung-
inn og gera England að stórveldi —
en jólin rej’ndust honum of seig undir
tönn.
346
jönn