Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 105
leiðingunum. Þegar ég fer, skal
ég hafa á burt meö mér eina
drengskapartáknið, sem þér
eigiS í fórum yðar. Þjónn yðar,
lierra!“
Svissarinn reif af sér hár-
kolluna og rauða kuflinn, hrifs-
aði sverðið úr slíörum, beljaði:
„Viðbúinn!“ og rauk í hinn í-
myndaða Strassborgarkaup-
mann. Hann varð stöðvaður af
vörn, sem var eins og járn-
veggur og nokkur andartök
heyrðist ekkert nema glamrið í
sverðunum.
Saint André kannaðist við
Stofíels líka og átti ekki von á
miklu, en þó hafði hann haldið
hann burðugri. Hann hló.
„Hvað er þetta, herra!“
sagði hann stríðnislega. „Er
þetta þá allt, sem þér megnið ?
Og það í viðureign við borg-
aralegt hérahjarta ! Eg held ég
nenni nú ekki að vera að þessu
lengur.“
Sverðið hvein, snarpt högg
lenti með hnykk undir hjöltum
á sverði svissarans og hann
stóð þar vopnlaus og fölur sem
nár.
Saint André hneigði sig laus-
lega fyrir honum og brosti við.
„Næst, herra minn,“ sagði
Eann, „ættuð þér að krefjast
Þess, að andstæðingur yðar
leggði fram skriflegt vottorð
um, að hanu Ijæri hérahjarta i
Erjósti, því annars er hætt við,
yðar yrði saknað í fjósun-
11'n í Sviss.“
Jörð
Hann tók upp sverðið fallna
en slíðraði sitt, hneigði sig aft-
ur og gerði sig líklegan til að
fara.
„Sverðið mitt! Fáið mér
sverðið mitt!“ Það var með
herkjum, að Stoffel gæti kreist
fram þetta óp.
Saint André staðnæmdist og
snerist á hæli, mjög alvörugef-
inn í bragði.
„Með því skilyrði, herra
minn, að við byrjurn á nýjan
leik — og þá gætu úrslitin orð-
iö önnur.“
Liðsforinginn kreisti á sér
hendurnar, stökk svo allt i einu
bölvandi til hliðar og tók upp
hárkolluna og kuflinn. Það er
ekki nema von, að komi á
mann, sem veit ekki annað, en
að hann sé hólmgöngudólgur
og rekst svo á óbreyttan Ijorg-
ara, sem gerir manni svona ó-
væntar skráveifur.
Saint André sneri aftur heim
að húsinu, en mætti Genevieve
á leiðinni. Hún var mjög föl
og flýtti sér. Er hún sá hann,
fölnaði hún enn meir og nam
staðar.
„Hvar er herra Stoffel?"
æpti hún.
„Önnum kaíinn eins og stend-
ur, að renna niður sinni eigin
ómerkingu; að öðru leyti ó-
skaddaður. Má ég afhenda yð-
ur sverðið hans? Þér hefðuð e.
t. v. gaman af að gefa honum
það í brúöargjöf. Samt held ég,
að þér ættuð að hugsa yður
407