Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 41
um og eigin fatnaöur. Allir von-
uðust eftir ,_.fátækra þurkinum“
íyrir jólin. Svo var farið að
steikja og baka. Einn dagur
gekk í að steikja laufabrauðið.
Urðu allir verkhagir menn
heimilisins að ljá lið sitt við
að skera það út. Laufabrauðinu
var svo raðað niður í stóra
kistu, og var hún full. Hangi-
ketið var soðið í stórum potti
í eldhúsinu. Kaffibrauðið var
bakað. Allt var svo læst niður
í kistum.
Tilhlökkun okkar barnanna
~var mikil. Enda þótt við værurn
löt endranær, þá vorum við ár-
vökur og þæg að hjálpa til
þessa daga.
AÐ LOKUM kom aðfanga-
dagur. Kvenfólkið setti
hreint í rúmin. Tók til nærföt
cg plögg handa öllum. Fægði
Unipa, þvoði kveiki, stit'aði
hálslín og sléttaði þvott. Karl-
tttenn luku með fyrra móti úti-
verkum; gáfu skepnum jafnvel
meira en venjulega.
Svo fóru allir að búa sig í
sín beztu föt. Allt hið bezta var
tekið fram á aöfangadagskvöld-
Kl. 6 áttu allir að hafa lok-
’h að 1)úa sig; þá var orðið
';heilagt“, að fólk sagði. Þá var
ntbýtt jólagjöfum, en jólagjaf-
lr voru þá einungis föt, nema
jólakort voru gefin, sem
stundum kom fyrir, einkum ef
^ngra var að sent. Þó voru
hörnum stundum gefin spil.
JÖRÐ
Kl. 7 kom jólakaffið. Fyrst
voru kúfaðir diskar bornir inn
af kaffibrauði. Hverjum skamt-
að út af fyrir sig. En allir
drukku við sama borð. Þá var
jafnan súkkulaði drukkið á
undan kaffinu. Eftir að drykkju
var lokið, hirti hver Ijrauð-
afgang sinn og lét i einhverja
liirzlu hjá sér, því diskana
þurfti að losa. Þá var farið aö
draga um jólasveina og jóla-
meyjar, og varð af því oft góð
skemmtun, einkuin ef yngis-
sveinar lentu á æfagömlum
kerlingum, eða þá hið gagn-
stæða. Allir voru dregnir upp,
og hlutu sumir 2—4 í hlut.
Ekki mátti spila jólakvöldið,
því þá áttu menn það á hættu,
að tveir tígulkóngar kæmu fram
í spilunum, en annar þeirra var
þá „sá gamli“. Ég man eftir
því, að ein jól fékk ég spil, og
vantaði í þau laufadrottning-
una, og þótti slíkt ekki ein-
leikið.
í ölluin húsum í bænum var
Ijós látið lifa urn kvöldiö. Að
loknum fjósverkum var farið að
skammta jólamatinn. Stúlkan,
senr bar inn diskana, átti fullt
i fangi með að bera þá slysa-
laust inn, því svo miklu var á
þá hrúgað. Hverjum karlmanni
var skammtaður heill bringu-
kollur, en kvenfólki og börnum
hálfur. Þá var stór sneið af
hangnum magál, þykk sneið af
hangnum lundalDagga, stórt
ílvkki af rúgbrauði og loks S
343