Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 47
þannig áfram, þar til sokkurinn er
orÖiim nógu langur. Á kven- og
unglingahosum er lengdin hæfileg
35—40 cm. Sportsokkar eiga að vera
50—55 cm. Úrtökurnar eru prjón-
aðar sléttar + 6 1. sl., 2 teknar sam-
an, endurtekið hringinn i kring,
prjóna, 5 umf. án þess að taka úr.
Næsta umf. + pr. 5 1., 2 teknar
saman, endurtekið frá +, pr. 4 umf.;
þannig haldið áfram að fækka alltaf
um 1 1. og eina umf., þangað til
ekki er eftir nema 1 1. á hvcrjum
prjóni. Þá er endinn dreginn í gegn-
um þær og festur vel.
Reynið þennan sokk; ykkur mun
ekki iðra þess. —
Þá væri líka fyrirtak að gefa
ógiftum vinkonum, sem ekki
hafa bakaraofn, dálítið af kök-
um eða mat. Hver myndi ekki
gleðjast yfir að fá soðinn
hangiketsbita og nokkrar
laufakökur? En það verður að
vera fallega unt það búið ?
Innpökkun á jólagjöfunum er
verk, sem ætti að gefa sér góð-
an tíma til að leysa af hendi, og
gefa hugmyndafluginu lausau
tauminn.
Á hvítan böggul má t.d. líma
Stjörnur, útklipptar úr mislitum
pappír, grenikvisti eða jóla-
sveina, hjörtu o.s.frv. Sé maður
fær um að ríma, fellur það allt-
af i góðan jarðveg, að jólaóskin
sé „i ljóðum“. —
Jólin eru ljóssins hátíð, þess
vegna langar okkur til að hafa
mikið af kertaljósum, og helzt
lika blómum í stofunum okkar
um jólin, en þó vantar okkur
kannski Iræði blómaskálar og
kertastjaka, og enginn hefir ráð
JÖRÐ
á því, að fara að gefa sjálfum
sér gjafir.
Við skulurn líta inn í eldhús-
skápinn og sjá, hvað við eig-
um þar. Fiskbúðingsmót? Það
er alveg ágætt, sé það ekki of
hátt; gatið í miðjunni er tilval-
inn kertastjaki, og svo fyllum
við mótið af greni, ef það er til,
eða þá bara lyngi, mosa og
nokkrum eilífðarblómum.. Til
þess að engan gruni, hvernig
þessi nýja skál er fengin, mál-
um við hana hvíta með vatns-
lit, sem þvo má af, og stráum
ofurlitlu „glimmer" á hana,
meðan liturinn er votur. Vilji
tnaður fá margar litlar blóma-
og kertaskálar, eru tartalettu-
mót ágæt. Smákerti er brætt
niður í miðjunni, og mótið hul-
ið með mosa og greni eða lyngi.
Þá eru stórar kartöflur ágæt-
ir kertastjakar. Kartaflan er
skorin sundur í miðjunni, gert
gat fyrir kertið og kartaflan
svo skreytt með því að stinga í
hana t. d. sortulyngi með berj-
um, pappírs- eða eilífðarblóm-
um o. s. frv. Líka er mjög fall-
egt að bera lím á hana og dífa
henni svo niður í grófan skelja-
sand, eins og notaður er til að
steypa utan á hús. Þá stirnir á
skeljarnar, þegar kveikt er á
kertinu; gott er að lima papp-
írsmiða í sama lit og kertið und-
ir kartöfluna og láta hann
standa 1 cm. út undan brúnun-
um.
„Rauð ber“ er auðvelt að búa
349