Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 53
Úlfur lítur til hans undrandi.
Spurningin kemur svo óvænt.
„Auövitaö vil ég heldur vera
hérna,“ svarar hann. Og hann
heldur áfram aö horfa upp í
himininn.
Himininn er hár og víöur,
eins og æskudraumarnir.
Faöir hans snýr sér undan
og fitlar vandræðalega viö kal-
viöarkvist.
„Eg verö aö segja þér leynd-
armál, Úlfur minn. Ég hefi
nokkuð lengi ætlaö aö segja
ykkur mömmu þinni þaö. En
ég hefi ekki haft herkju í mér
til þess. Þaö eru til hlutir, sem
helzt er ókleift aö minnast á.
Það eru sjálfskaparvítin!“
Hákon tekur málhvíld. Hann
er aö sækja i sig veðrið.
„Illu er bezt lokið, og þetta
Veröur að segjast. Ég varö fyr-
lr hörmulegu slysi í síðustu
kaupstaðarferðinni."
Og svo kemur frásögnin í
sundurslitnum setningum:
„Það var komiö kvöld, og ég
hafði lokið því, sem ég þurfti
aö gera í bænum. Þá lenti ég
lnni í skrifstofu kaupmannsins,
er ég skipti við. Hann var und-
lr áhrifum víns, en allur eitt
Solskinsbros og eintóm kurt-
e>si. Hann bauð mér „snaps“.
við röbbuðum og skáluðum
lengi nætur.
En um morguninn, þegar ég
vaknaði, hafði ég óljóst hugboð
UlT1, að hafa gert einhver hræði-
leg axarsköft þessa nótt. Og
Jörd
hugboðið reyndist kaldur veru-
leiki.
Ég hafði selt Dal!
Kaupmaðurinn hafði þrábeð-
iö. Ég var tregur. En hann var
að, unz björninn var unninn.
Þá var ég orðinn mjög drukk-
inn og þegar ég er kominn í
þann ham, er auövélt að ginna
mig, til þess að gera ótrúleg-
ustu hluti.“
Hákon stynur þungan og
svitadroparnir hafa stækkað á
enni hans.
„Ég fór til kaupmannsins og
1 jað hann að láta kaupin ganga
til baka. En við það var ekki
komandi. Samningurinn var
lögmætur. Ég sat fastur í gildr-
unni.
Kaupmaðurinn var enn dálit-
iö kenndur. Hann var ör og tal-
aði af streymandi mælsku, en
rómur hans var ekki að sama
skapi skýr. Hann hló að mér
og sagði, að ég væri víst ekki
nægilega útvatnaður eftir nótt-
ina.
Svo trúði hann mér fyrir því,
að hann heföi lengi haft auga
á Dal fyrir sumarbústað handa .
venzlafólki sínu. Á sumrum
væru hér heilsubrunnar handa
þeim, sem væru þreyttir af kyr-
setum og inniveru vetrarins.
Hér í Dal væri svo hrífandi
fegurð, að það væri synd, aö
hún yrði lengur lokuö þeim,
sem kynnu að meta hana. Hann
sagöi, aö ég skildi þetta ef til
vill ekki. Kotbóndinn ætti í ei-
355