Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 127
Það er einkennandi fyrir bókaút-
gáfu Aláls og menningar, að bæk-
ur félagsins eru hvorttveggja i senn
fyrir líðandi tirna (og bera sínum
tíma góðan vitnisburð) og framtið-
areign fyrir bókamenn.
'T'' IL bókaútgáfu Mcnningar- og
■L frccðshisambands alþýðu var
a. n. 1. stofnað í samkeppni við
Mál og menningu. Bak við útgáf-
una stendur pólitiskur ílokkur, Al-
þýðuflokkurinn, og hefir til hennar
nokkurn rikisstyrk. En ekki verður
talið, að útgáfa þessa félagsskapar
beri flokkslegan lit til skaða. Hún
minnir helzt á góða blaðamennsku,
og er við það miðuð, að láta fé-
lagsmönnum i hendur skemmtilegar
og fróðlegar bækur, og er fræðslan
nijög miðuð við líðandi tinia og þau
mál, sem eru efst á baugi. 1 ár gef-
ur félagið út tvær skáldsögur, síð-
ara bindið af Borgarvirki og HciSa-
harma, nýja sögu eftir Gitnnar Gunn-
arsson (sem enn er óútkomin) og
tvær bækur aðrar. Önnur þeirra er
Ævisaga Becthovcns eftir Romain
Rolland, bók urn frægan mann eft-
ir frægan höfund og betur rituð
fyrir Frakka en íslendinga. Hin heit-
ir Hitlcr talar eftir H. Rauschhing,
sem eitt sinn var forseti senatsins
í Danzig, og er mjög umtöluð bók
og vel rituð. Heiðaharmar er fyrsta
fruntsamda ritið, sem félagið gefur
út, en þýðingarnar hafa yfirleitt ver-
ið vel gerðar, surnar mjög vel.
-p ÓKAÚTGAFA MENNINGAR-
SJÓÐS hófst með þessu ári. Því
hefir verið yfirlýst, að útgáfa þessi
eigi að vera til höfuðs Máli og menn-
ingu og um leið eins konar bók-
menntalegt tákn þeirrar pólitísku sam-
vinnu, sem stendur að núverandi
stjórnarvöldum, og má telja, að hún
hafi ótakmarkað fé til umráða. Fé-
lagsmenn eða áskrifendur bókanna fá
eðlilega þarna langmestan bókakost
fyrir árgjald sitt (sent er io kr. eins
og í hinum félögunum), 7 bindi bóka,
að visu ekki fyrirferðarmikil, en
drjúglega prentuð á þunnan pappír,
og er vel frá bókunum gengið af
prentsmiðjunnar hálfu. Tvær bæk-
JÖRÐ
uruar eru ókomnar út enn, Hcilsu-
fraði eftir Jóhann Sœmundsson
lækni, og Uþþrcisnin i cyðimörkinni
eftir Lawrcncc Arabiukappa úr strið-
inu 1914—T8. Búast má við því, að
rit Jóhanns verði þörf bók og eigu-
leg, en hitt er fremur skemmtileg
bók og hefir Bogi Ólafsson þýtt,
og er þýðingin vafalaust góð. Út eru
komnar Almanak Þjóðvinafélagsins,
Andvari, Sultur, saga eftir Hamsun,
Viktoría drottning, ævisaga eftir L.
Strachey og Markmið og lciðir eft-
ir Aldous Huxley. Almanakið er
gott. Um Andvara er sumt gott, en
þar eru þó óhæfar áróðursritgerðir.
Sultur er óviðeigandi bók i þessu
safni, en vel þýdd. Viktoría drottn-
ing þótti á sínum tíma svo vel rit-
uð ævisaga, að til fyrirmyndar væri,
en er nú ekki tímaborin lengur, og
þó að þýðingin hafi allmikla kosti,
eru svo miklir misbrestir á frágangi
hennar, að eigi er við unandi. Mark-
mið og leiðir er rituð af gáíuðum
og frjálslyndutn manni, en þýðingin
er óalþýðleg.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs i ár
minnir — eins og bókaútgáfa Menn-
ingar- og fræðslusambands alþýðu
— talsvert ntikið á blaðantennsku.
En hún lýsir ekki eins tímaborinni
blaðamennsku, minnir helzt á langar
kjallaragreinar um viðfangsefni, sem
sum eru fjarlæg nútimanum, og er
með þeint greinum neðanmálssaga,
setn ekki hefir vel tekizt að velja.
En nú hefir Menningarsjóður boð-
að útgáfu á stórri íslendingasögu,
sent margir verði fengnir til að
semja. Um leið og sú útgáfa verð-
ur hafin, hefir þetta fyrirtæki allt
breytt um svip, og fengið hlutverk
og takmark, sem því er samboðið
sem alþjóðarfyrirtæki. Blaða-
mennskusvipurinn er þá af því strok-
inn, og þetta er orðið í reyndinni
þjóðlegt fyrirtæki með það höfuð-
hlutverk, að gcfa þjóðinni allri yf-
irlit yfir sögu sina og þjóðmenningu.
Og þegar svo er orðið, á það að
gleymast, sem vafasamt hefir verið
um tilgang þess i upphafi. Það er
gott eitt um það að segja, að Mál
og menning og Menningarsjóður
keppist í „þekkum þokka“ um því-
429