Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 34
•drykkjarföngin undir ræðu
prests, dró hanu tappa úr flösk-
um og tappaöi ölið aö baki
presti. Eftir því sem leiö á ræð-
una, tók aö breytast framferöi
áheyrenda, fyrst ys og þrusk,
en því næst samræSur og oröa-
■gjálfur, en aö síöustu horna-
skvol og drykkjulæti viöa um
salinn, því veitingamaöur lét
engan skorta þaö, sem hann
niátti veita.
Prestur hélt áfram ræöu sinni
og sneri sér til þeirra, sem á
hann vildu hlusta og lauk loks
máli sínu. Var þá sunginn ann-
ar sálmur á Holleusku og tóku
nu fleiri undir en áSur og
sungu viS raust. AS siöustu var
leikiö á fortepiauóiö annaö fall-
egt lag, en fáir hlýddu á þaS,
því nú voru menn skiptir í tvo
flokka. Safnaöist annar flokk-
urinn um prest og fóru meö
honum úr klúbbnum, en hinir
voru miklu fjölmennari, sem
eftir urSu, og geröu 'þeir eng-
an mun þessa jólakvölds og
annarra fríkvölda sinna.
Þarna voru hvítir menn,
kristnir menn, aS halda jól, aS
minnsta kosti sumir þeirra. En
þaö er öllum kunnugt, aö
kristnir menn halda jólin meS
ýmsu móti, t. d. hafa ýmsir
þeirra engin hátíöabrigöi á aö-
fangadagskvöld. En það er ó-
hætt aS segja, aö yfir þessari
samkomu var litill jólabrágur.
Frá náttúrunnar hendi var ekk-
•ert, sem einkennir jólin. Um
330
„hvit“ jól var ekki aö ræöa, af
skiljanlegum ástæöum; og
„rauS“ jól heldur ekki; þau
verða alltaf laufgræn. Og þó
maður vildi gera þaS aö gamni
sínu, aS kenna jólin viS litinn
á klæSum manna, þá yrSu þau
aö vísu hvít, en hvaö þaö snert-
ir, eru allir dagar ársins jafnlit-
ir, því hvítir menn ganga þar
alltaf hvítklæddir, jafnt á jól-
um og aöra daga. Þaö yröi því
ekkert einkenni jólanna. Sólin
kemur upp í austri og sezt í
vestri allan ársins hring, jafnt
á jólum og Jónsmessu. Hin
meöfædda tilhlökkun Noröur-
landabúans yfir því, aS daginn
fari að lengja, á sér þar engan
staö. ÞaS er því óhætt að full-
yrða, aS hiö ytra eru engin jól
til í Malajalöndum, hvort sem
litiS er á náttúruna í kring eöa
tilbreytingar innari húss.
]3eir kristnir menn í Malaja-
löndum, sem liafa hátíSabrigöi
á jólunum, veröa því hver og
einn aö leita þeirra hiö innra
meS sjálfum sér. En þau há-
tíöahöld eru ef til vill eins
margvísleg og mennirnir eru
margir; svo margbreytilegt er
mannlífiö. Er það raunar eng-
in furSa, því aldrei hafa veriö
skapaSar tvær manneskjur, sem
eru alveg eins.
ÞaS má því meö sanni segja,
aö jólin eru harla margvisleg,
og ekki auösvaraS, hvérnig þau
eru, aS öllu samanlögSu.
Björgúlfur ólafsson.
jiinn