Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 29
liaf'öi verið höggviö i skóginn;
var það á höfða einum eða snös,
sem gekk ut í ána; en ofan frá
höfðanum var rjóðrið höggvið
ofan eftir brekku alhangri ofan
að annari bugðu á ánni. Við
rjóðrið ofanvert var uppistaða
mikil í ánni, en þaðan steyptist
hún ofan brekkuna, i hugöu út
frá rjóðrinu, en hylur mikill og
djúpur var þar, sem áin kom
aftur að rjóðrinu, fyrir neðan
lirekkuna. En ofan eftir allri
lirekkunni, fram með rjóðrinu,
lá skriðbraut ein mikil, þráð-
bein og slétt eins og fjöl, ofan
af höfðanum og ofan í hylinn.
En hinum megin brautarinnar
var eyja, með óruddum skógi,
sem myndaðist á milli árbugð-
unnar og skriðbrautarinnar.
Halli brautarinnar var á að
giska 40°, lengd hennar um 30
m. og breidd 6 m. Hún var al-
gjörlega bein, slétt og dælda-
laus og hallaði til hvorugrar
hliðar. Braut þessi var auðvit-
að mannaverk og hafði verið
höggvin í samfelldan og
sprungulausan klett og hélt ég
steininn vera granít. Vatni
hafði verið veitt úr ánni upp á
hæðinni og flæddi það jafn-
djúpt um alla skriðbrautina og
rann ofan í hylinn, þar sem hún
endaði; var vatnið þriggja
þumlunga djúpt. Hylurinn var
rúmgóður, um tuttugu m. á
hvorn veg og meir en mann-
hæðar djúpur.
Þegar ég leit þennan útbún-
JÖRÐ
að, þóttist ég sjá, hvað meng-
gelúntjúr væri, og að þarna
myndi vera gaman að renna
sér.
Nokkuð af fólki var komið
á undan okkur og brátt kom
fleira, en varð þó ekki fleira
en um áttatíu manns; allt úr-
valalið að því leyti, að það var
allt prýðilega til fara og bauð
af sér góðan þokka.
Áður en gengið var til dag-
skrár, spjölluðu menn saman
um stund og spurðust almæltra
tíðinda, en margir fóru að
kveikja upp eld og hita sér ein-
hvern glaðning; því það er yndi
Malaja að vera alltaf eitthvaö
að maula. En brátt fór ungvið-
ið að reyna brautina.
Fyrst fóru strákarnir af stað ;
þeir fóru upp á brúnina, sett-
ust þar réttum beinum í vatn-
ið og ýttu sér fram af. En ekki
leið á löngu áður en íullorðna
fólkið gekk til leiks. Stúlkurn-
ar byrjuðu ósköp varlega á
miðri brautinni og létu sig
renna ofan í hylinn. Fór nú að
veröa fjörugt á brautinni. Fyrst
er sezt á brautarbrúnina, fótum
snúið undan brekkunni og
hendur hafðar til að styðja sig.
Síðan hefst rennslið og hrað-
inn vex jafnt og þétt, þangað
til hylurinn tekur við fyrir neð-
an. Framan at' er farið seni
gætilegast að öllu. Menn passa
að láta sér ekki snúa, halda sér
uppréttum og skilja ekki fæt-
urna að. Hraðinn varð feikna
331