Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 157
Viltu vera með?
Sveitaprestur hefir orðið
VÉR SKULUM FARA
RAKLEITT til Betle-
hem og sjá þennan at-
burð, sem oröinn er og Drott-
inn hefir kunngert oss“ — at-
burSinn, sem þeir fjalla um,
hinir indælu jólasálmar, sem ab
hugðnæmi eiga vart sína líka í
sálmabókinni. Þaö eru til bet-
ur orktir sálmar og jafngóöir
sálmar aö trúarþeli — en at-
burðurinn í Betlehem, sem þess-
ir sálmar segja svo einfaldlega
frá, ljómar í gegnum þá, dýrð
Drottins stafar af þeim, barns-
leg gleöi og friður skín út úr
þeim öðrum sálmum fremur, og
þeir boða oss mönnum mikinn
fögnuð, sem veitast muni öllum
lýðnum. Þeir rifja svo hjart-
næmilega upp fyrir oss fæð-
ingu frelsara mannanna, sem er
Kristur Drottinn, hans, sem
mun þrátt fyrir allt afreka frið
á Jörð og gera mannkynið allt
velþóknanlegt Guði, — eins og
hann hefir þegar afrekað frið
i ótöldum hjörtum einstaklinga
og gert þá að velþóknanlegum
börnum Föður síns, sem er í
himnunum. „Vér skulum fara
rakleiðis til Betlehem og sjá
þennan atljurð, sem orðinn er
og Drottinn hefir séö um, aö
vér fengjum aö vita af og aö-
JÖRÐ
gang aö aö læra að þekkja bet-
ur. —
AÐ VORU STÉTTAR-
BRÆÐUR YÐAR, á-
heyrendur mínir, sem uppruna-
lega mæltu þessi orð um að
fara til Betlehem. Það voru
stéttarbræður yðar, sem fyrst
var skýrt frá því, er frelsari
heimsins var fæddur. Það var
ekki farið með það fyrst til
einhvers embættismanns til
þess, að hann skyldi skrá þessa
fæðingu. Það var ekki kunn-
gert leiðtogum ljðsins, til þess
að jreir gætu gengist fyrir Jrví,
að hinni óviðjafnanlegu fæö-
ingu yröi fagnað með allsherj-
argleði- og jjakkarhátíð —
þeirri einstöku jólahátíð, sem
þá hefði einmitt átt við að
halda — nei, leiðtogar lýðsins
hafa löngum verið sjálfum sér
lífeir: jjeir hafa ekki trú á „svo-
Ieiðis“. Þeir höfðu það meira
að segja enn siður þá, heldur
en nú er þó orðið. Sú framför.
hún er einmitt einn af ávöxt-
unum af atbiirðinum óáberandi,
sem fjárhirðunum á Betlehems-
völlum var kunngerður í dá-
samlegri vitrun og þeir komu
sér saman um að fara og sjá
með eigin augum, til þess að
459