Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 128
lika útgáfu scm á Arfi íslendinga
og á nýrri stórri Islendingasögu. En
sanngjarnt væri, a'Ö hin fjárhagslega
aðstaÖa væri gerð litið eitt jafnari,
með ])ví að ríkið veitti styrk til út-
gáfu á Arfinum. —
Augljóst er það, að þessi félags-
útgáfa, sem nú hefir verið lýst, er
vel þegin. Það sýna undirtektirnar.
Mál og menning hefir um 5 þúsund
áskrifendur. Menningar og fræðslu-
samband alþýðu hefir nýlega aug-
lýst, að það hefði allt a"ð því eins
margt áfkrifenda. Mcnningarsjóður
telur a. m. k. 12 þúsund áskrifend-
ur að sinum bókum. Þetta er að
vísu fengið með miklum áróðri, og
víst fá áskrifendurnir vildarkjör. En
ekki hefði þessi árangur náðst, ef
bér hefði ekki verið þörf fyrir.
T SLÖÐ þessara félaga sýnast enn
-*• önnur ætla að koma. Stofnað
hefir verið á árinu bókaútgáfufélag-
ið Landnáma, til þess að gefa út rit
islenzkra öndvegishöfunda i vand-
aðri útgáfu, og byrjar á úlgáfu á
ritum Gunnars Gunnarssonar. Skyld
þessu eru og útgáfufélög þau, sem
gefa út héraðslýsingu og héraðssögu
ýmissa landshluta, þó að þau minni
um sumt engu síður á gömlu út-
gáfufélögin um þjóðleg fræði. Aí
þessurn útgáfufélögum sýnist félai7
SkagfirSinga hafa náð beztum tök-
um á útgáfu sinni. Það gefur út
eitt rit á ári um afmarkað efni, 10
—15 arka bók í senn. I fyrra kom
út Asbimingar eftir Magnús Jónsson
prófessor, í ár Landnám í Skaga-
firði eftir Ólaf Lártisson prófessor.
HITT ÞAÐ, sem einkum einkenn-
ir bókmenntir ársins, er, hve
margt hefir komið út af eítirtekt-
arverðum frumsömdum skáldsögum
á árinu. Fram til þessa hefir ljóða-
gerðin verið höfuðgrein skáldskapar-
bókmennta þjóðarinnar. Nú eru öll
merki þess, að svo sé um skipt, að
þar hafi nú skáldsagnagerðin sezt
í öndvegið, skilmála- og tvimæla-
laust.
Þessa breytingu má að vísu til
margra orsaka rekja. En meðal ann-
ars má rekja hana til þeirrar breyt-
430
ingar, sem orðið hefir á bókaútgáf-
unni og fyrr hefir verið lýst. Jarð-
vegurinn meöal fólksins sem kaup-
enda og lesenda hefir verið ruddur
fyrir íslenzkar skáldsögur með þýð-
ingum og útgáfum erlendra skáld-
sagna, og með þeim hefir nokkurt
próf verið á því gert, hvað fólkinu
félli bezt í geð. En um leið og
islenzka skáldsagan hefir þannig —
óbeinlínis þó — nærzt af hinum
þýddu bókmenntum, hefir hún vax-
ið i kapp við þær. Svo hefir ann-
að komið til hjálpar, sem nú fyrst
ber ávöxt eftir all-langan tima.
Nokkrum íslenzkum skáldum var
gefin fjárhagsleg aðstaða, til þess
að geta gefið sig að íþrótt sinni
langa tíma í senn, en slikt er ein-
mitt skilyrði til þess, að geta ritað
skáldsögu, en hins vegar getur ljóða-
gerð verið hjáverk. Sum skáldin liafa
nú skilað verki fyrir það, að þau
hafa notið þessarar aðstöðu. Önnur
hafa klofið þritugan hamarinn, til
að sýna sig þess verð að fá hana.
Það er kaldhæðni örlaganna, að ver-
ið er að svipta skáldin þessari að-
stöðu nú, þegar árangur hennar er
að koma í ljós, með hinni nýju, dutt-
lungafullu og öryggislausu útbýtingu
skáldstyrksins.
TáKNANDI er fyrir það, hvern-
ig skáldsagna gerðinni hefir
skapazt grundvöllur hér á landi a
síðari árum, að vikingarnir okkar 1
þeirri grein, Gunnar Gunnarsson og
Kristmann Guðmundsson, eru nu
komnir heim. Lengi sáu þeir ser
ekki veg, til að brjótast til frama
hér, og sóttu þvi erlendar hirðir.
En nú hefir hvor þeirra sina sögu,
er hann hefir sjálfur búið islenzk-
um búningi, fram að leggja. Saga
Gunnars, Hciðaharmar, er sögð
frumsamin á islenzku, cn ekki er
hún enn komin út, þegar þetta er
ritað. Saga Kristmanns, Ströndin
blá, kom fyrst út á norsku, en nu
hefir höfundurinn sjálfur þýtt hana
á islenzku og endursamið um IeiC.
Fyrri hluti þeirrar sögu, lýsingin a
börnunum, sem horfa löngunar aug-
um á ströndina bláu með allri sinm
heillandi fegurð, er prýðilegur skáld-
JÖRP