Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 116
öllu því, sem jarölífinu tilheyr-
ir, þá er slíkt engin menntun.
Mikið af atvinnuleysi myndi
hverfa úr sögunni, ef karl-
menn fengju alla þá vinnu, sem
stúlkur stunda bæ'ði vi'ð verzl-
un, iðnað, skrifstofustörf,
kennslu og fleira, en þær væru
svo konur þeirra karlmanna.
Að stúlkur séu svo mikið fleiri
en karlmenn, að þær geti þess
vegna ekki gifzt, er ekki annað
en meinloka og gömul grilla.
Það myndi koma í ljós, að það
eru til nógu mörg mannsefni
handa flestum eða öllum stúlk-
um á giftingaraldri, ef þeim
væri haldið vel til haga, og þeir
fengju það uppeldi og þá
menntun, sem gerði þá hæfa
eiginmenn.
Með heppilegu skólafyrir-
komulagi og eðlilegri sérmennt-
un kvenna, má gera ráð fyrir
að þessu núverandi kapphlaupi
eftir allskonar atvinnu linnti
að mestu leyti. Áhrifavald
þjóðaruppeldisins bæði frá
heimilanna og skólanna hálfu
ætti a'ð ná langt í þeim efnum.
Ungu stúlkurnar myndu þá búa
sig aðallega undir húsmóður-
störfin og stefna ákveðnara að
því takmarki en nú almennt
gerist, og fleiri karlmenn hafa
atvinnu og geta þess vegna far-
ið í biðilsför til hinna ungu
kvenna. Þetta myndi draga
mikið úr allskonar lausung, fri-
lífi, og stefnuleysi og dá'ðleysi
því, sem atvinnuleysi og los-
418
aralegt líf æfinlega hefir í för
með sér, og verða til mikillar
farsældar fyrir þjóðlífið.
Ef nú þetta nægði samt sem
áður ekki, til að snúa ungtt
kvenþjóðinni inn á hina réttu
og einu heppilegu braut í at-
vinnumálunum, þá myndi ég
leggja til að margskonar kven-
fólksvinna yrði bönnuð með
lögum. Þetta kann nú kven-
þjóðinni að þykja rangindi og
illur hugur í sinn garð, en slíkt
er misskilningur. Kjör konunn-
ar myndu verða betri og bli'ðari
i alla staði með þeirri tilhögun
á menntun, uppeldi og atvinnu-
málum, sem hér er gert ráð fyr-
ir. Það virðist vera réttmætara
og eðlilegra, að karlmaðurinn
vinni og sjái fyrir konunni, en
að konan vinni og sjái fyrir
karlmanninum að miklu eða
öllu leyti, eins og nú á sér oft
stað.
Hér á landi er hægt að veita
kvenþjóðinni nóg að gera, þótt
karlmenn sitji fyrir hinum al-
mennustu atvinnugreinum í iðn-
aði, verzlun, kennslu, fiskvinnu
og annari erfiðisvinnu. Það nia
til dæmis banna innflutning a
silkisokkum, handklæðum og
þeirri vefnaðar- og prjónavöru,
sem liægt er að vinna í land-
inu, og það af betri gerð en það
ónýti, sem til landsins flyzt.
Þar getur konan fengið nóg að
starfa, auk hinna óhjákvænn-
legu starfa, sem hjúskaparlit-
inu tilheyrir. Silkisokkar eru
jöbp