Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 82
Téttlæti og velferð mannkyns-
ins, eins og hann skilur þaö,
'hlýtur á stundum að taka af-
stööu, er verkar meiöandi á
marga. Þaö er bara ekki sama,
hvernig það er gert. Höfundur
með hæfni H. K. L. á að geta
haldið betur á þeim spilum, án
þess að fella þau niður.
HÖFUNDUR þessarar grein-
ar taldi sig tilknúinn áðau
að gera hálfhlálega játningu
unr afstöðu gagnvart ólesnum
bókum. Þessu er þannig varið,
að eftir að hafa lesið ýmislegt
(en ekki mikið) eftir H. K. L.
og gert við það svipaða athug-
un og lýst er í líkingunni um
illgresi meðal hveitisins, rakst
hann á bókina ,,Ljós heirns-
ins,“ alveg nýútkomna, þar
sem hann gisti einhverju sinni
næturlangt. Blaðaði hann í bók-
inni og vildi þá svo einkenni-
lega til — sennilega má kenna
honum sjálfum það — að liann
rakst á víst flesta þá staði í
henni, er verkað gætu sem
ruddaskapur —, en þeir virðast
þó nokkrir, ekki sizt, ef þei-r
vinsast úr og eru lesnir einir
sér á undan heild bókarinnar.
Þetta varð til þess, að heiti
bókarinnar verkaði á hann sem
háðulegasta öfugmæli, aö ekki
sé sagt lastmæli. Útkoman varð
samt önnur, þegar vér hófum
samfelldan lestur bókarinnar i
sumar er leið, tilknúðir af með-
vitundinni um, að þegar svo
384
stóru skáldriti svo áhrifamikils
og viðurkennds höfundar sem
H. K. L. er nýlokið, þá sé það
ekki sæmandi tímariti sem
JÖRÐ að taka ekki afstöðu til
þess, er sé til raunverulegrar
leiðbeiningar fyrir alþýðu
manna í landinu.
AÐ er þá fljótsagt, að af-
burðasnjöll framsetning
er það, sem einkennir bókina
„Ljós heimsins“ öllu öðru
fremur, og eru það að vísu
engar fréttir af H. K. L. Það,
sem einkennir hana næstmest
•—- og það voru oss fréttir —
er sá urmull af undursamlega
fínum og djúpum athugunum.
sem fágæta eðlisgáfu og langa,
trúfasta og lotningarfulla þjálf-
un þarf til að vera fær um að
gera í þeim mæli, sem „Ljós
heimsins" ber vott um. Satt að
segja grunaði oss, þegar við
lestur þess bindis, áhrif frá er-
lendum höfundi, helzt heim-
spekingnum Ludvig Fejlberg,
sem H. K. L. hefir, þegar til
kemur, aldrei lesið orð eftir. En
hvað væri það nema þakkar-
vert að taka vakning erlendis
um mikilvæg efni og viðhorf.
sem allur almenningur hefn
farið á mis við, og miðla henni
aftur á svo lífrænan og sannan,
þjóðlegan og fagran hátt, sem
gert er í „Ljós heimsins“ og
meira og minna í öllum bindum
Ólafssögu. Athuganir þessai
éru fjölmargar i „Ljós heims-
jönn