Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 130
•og spyr sjálfan sig: Liggur vcgur-
inn þangaff? Hann finnur ekki sjálf-
an sig og nær ekki til íslenzkra les-
enda, en i>ó gctur l>etta verið áfangi
á þroskaleið hans. Guðmundur Dan-
íelsson spyr sjálfan sig: Hvaðan er
eg kominn ?, fer heim í átthaga sina
og aftur í tima ömmu sinnar og
segir þaðan sögu, sem gerist ,,/í
bökkuvi Bolafljóts". Ekki er þetta
þvilik þjóðlífslýsing frá þeim tima,
er sagan á að hafa gerzt, og við
eigum beztar áður, en við lesturinn
fer um huga lesandans eitthvað svip-
að því, er Guðmundur Friðjónsson
segir á einum stað:
„Upp um bol frá rótum streyma,
meiðs, er getur hafizt heima,
hreystilindir norræns kyns.“
Honum finnst, lesandanum, að höf-
undurinn hafi sótt safa í iþrótt sína
og sjálfan sig heim á hernskustöðv-
arnar, aftur i tfmann, og að hann
hafi drukkið þann safa gegnum rót-
ina. Þetta gerir söguna áfenga, og
svo lofar hún meiru frá höfund-
inum siðar.
•p LINBORG LARUSDÓTTIR
-U-' gerist nú mikilvirkur skáld-
sagnahöfundur. Útgáfu höfuðrits
hennar fram að þessu, Förumönnum,
lauk á árinu. Var eitt bindi komið
áður, Dimmuborgir, en i ár komu
tvö, Efra-As-œttin og Sólon Sókra-
tcs, hvor um sig um 20 arka bók.
Allur er þessi sagnabálkur með róm-
antískum blæ, og hefir höfundur-
inn tekið sér Selmu Lagerlöf til
fyrirmyndar um margt. en cfnið
virðist sótt í minningar og sagnir
frá bernsku höfundar sjálfs og
bernskustöðvum. Þessi mikilvirka
skáldkona hefir bæði skáldauga og
hugkvæmni. En henni virðist ann-
ara að sjá eitthvað mikilvægt og
fagurt i öllu þvi, cr á vegi hennar
verður, en að sjá það eins og það
cr, og með því hefir hún raunar
sett gleraugu fyrir sín skáldaugu.
Þessa löngu sögu ritar hún ekki að-
eins, til að sýna það trúlitlum mönn-
um, að förumennirnir hafi líka get-
að haft hlutverk að vinna í mann-
legu félagi, heldur ráða þeir mestu
um hamingju þeirra, sem eru þó fyr-
432
ir öðrum mönnum. Þetta er jafnvel
meira en rausn þeim til handa; það
er ofrausn.
A UK ÞESSARA STÓRU
SKALDSAGNA hafa a. m. k.
fjögur smásagnasöín komið út á
árinu: Skrítnir náungar eftir Huldu.
Hljóðlátir hugir eftir Hclgu Þ.
Smára, Hótclrottur eftir Guffm. A.
Eiríksson og Örlögin sfinna þráð
eftir Birgi Vagn. Hulda er áður
kunn fyrir ágæt Ijóð, prýðileg æv-
intýri fyrir börn, og ritað hefir hún
styttri og lengri skáldsögur. Þess’r
Skrítnu náungar eru með þvi
skemmtilegasta, sem hún hefir rit-
að í smásöguformi. Hitt eru allt
byrjendur í listinni, og eigi full-
séð, hvert þeir komast, en báðir virð-
ast þeir Birgir Vagn og Guðmund-
ur h.afa góða athugunargáfu.
RÉTT ÞYKIR að minnast um
leið og nýju skáldsagnanna, út-
gáfu á Ritsafni Jóns Trausta. Su
útgáfa er með öðru vitnisburður
um þessa skáldsagna öld, sem nú
er runnin. Og gaman er að fá beztu
sögur Jóns T’rausta til samanburð-
ar við nýju sögurnar. Þó að menn
vilji gefa samtímanum fyllstu við-
urkenningu, getur gamli maðurinn
borið liöfuðið hátt við samanburð-
inn. Hann hefir gamlar aðferðir.
skortir sumstaðar tækni móts við
nýju höfundana. En það er heitt ■
aflinum hjá honum, logandi skaps-
munir, og hann þekkir það, setn
hann segir frá, jafnvel betur en
nokkurt hinna núlifandi skálda.
p KYLT ER ÞAÐ gróskunni í
^ skáldsagnagerð þjóðarinnar,
hversu almennur áhugi manna er a
þjóðsögnum, munnmælum ýmsuni,
sagnaþáttum og ævisögunt alþýðu-
manna. Komið hafa út á árinu a.
m. k. fimm söfn þjóðsagna og sagna-
þátta, og eru sum þeirra aðeins ht-
ill hluti af miklu heildarverki. Þann-
ig hefir í ár komið 15. heftið af
Grímu, afarmiklu þjóðsagnasafm.
’er Þorst. M.. Jónsson gefur út, eji
Jónas Rafnar læknir býr undir
prentun. Einnig 4. hefti af 'Rauff’
jönr>