Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 106
tvisvar um, ef yöur þykir raun-
verulega vænt um hann, því
það er hættulegast sjálfuin hon-
um.“
Hann hneigöi sig aftur fyrir
henni og gekk fram hjá, en
hún var hálfálfaleg, þar sem
hún stóö eins og dæmd og
starði á hann. Hún hélt á sverö-
inu. í garðdyrum hússins mætti
hann Coupri, sem kallaði jafn-
skjótt til hans, að von væri á
fógetanum kl. 6 með hjúskap-
arsanminginn.
Saint André dró upp úrið sitt.
,,Eg er smeykur um, að ég
megi ekki vera að því að bíða,“
sagði hann.
,,Ha — hvað ? !“
„Þér verðið að afsaka,
herra,“ og var ekki laust við.
að hann bilaði röddin, því
hann vissi ekki, hvað til bragðs
skyldi taka; „ég á afar brýnu
erindi að gegna.“
Coupri varð augsýnilega
steinhissa.
„í dag?!“
„Tafarlaust, herra!“
„En — en —“ Coupri starði
á hann steini lostinn; „það er
ekki klukkustund, þangað til
fógetinn kemur. Þér verðið að
standa við gefin loforð, vinur
minn!“
„Því fer nú ver, að ekki er
nokkur leið til að halda þau,“
fullyrti Saint André.
„Ha — hvað ?!“
Örvænting Saint André’s var
nú komin á það stig, að ekki
408
var nema fótmál yfir til and-
stæðu hennar, ósvífninnar. —
Idann lét sig ekki muna um
það.
„Ég geng ekki að því gruíl-
andi,“ sagði hann, „að skýring'
min veki furðu yðar, herra; en
úr því þér gangið á mig, verð
ég að láta að ósk yðar. Ég kom
hingað um dimmumótin í gser
og tók gistingu í Örlátu hönd-
inni í Verriére-stræti. Við
kvöldverðinn át ég svo margat'
troðnar kornhænur, að ég fékk
krampaflog í nótt. Sent var eft-
ir lækni, en ekki varð við neitt
ráðið og klukkan fimm í morg-
un gaf ég upp andann. Jarðar-
för mín á að fara fram klukk-
an sex i kvöld, svo þér sjáið,
herra, að erindi mitt getur ekk:
brýnna verið.“
Coupri starði á hann upp-
glentum augum og með opm
munn, en fór svo allt i einu að
skellihlæja. Hlátur lians hjaðn-
aði þó von bráðar fyrir óbifan-
legri grafalvöru hins. Hann
varð órór og virti væntanlegan
tengdason sinn hvasslega fyr,r
sér.
„Það þarf víst ekki að ætla,
að þér séuð ....?“
Hann berti íbyggilega á enn-
ið á sér.
„Mig grunaði, að þér mynd-
uð leggja þetta þannig út,
herra. En leyíið mér að fuM'
vissa yður um, að ég er nieð
öllum sönsum. Ég er bara dauð-
ur. Verið sælir, herra!“
jöim