Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 24
svo hljóðandi ávarpi i þorpinu Zitsa
í Epírus: „Þér vitið, að Byron dvaldi
liér. Hann var góður maður. Bret-
ar eru góðir menn. Skýrið það fyr-
ir okkur, af hverju þeir hjálpuðu
ckki Abessiníumönnum". Nú á það
vafalaust við þá, að dusta til Itali
og njóta til þess hjálpar Breta. —
Byron hefir lýst Zitsa í öðrum söng-
inum i Childe Harold: Hvítt klaust-
ur á skógivaxinni hæð, en ICalamas-
árin i gljúfrmn fyrir neðan.
I suð-vestur frá Janína, við rætur
ToM!ar«í-fjallsins, liggur Dodona,
scni getur snemma í grein þessari.
Það er eftirtektarvert, að þarna er,
samkvæmt veðurathugunum, mestur
skruggugangur í allri Norðurálfunni.
Dodona! Felast ekki dunur þrum-
unnar i sjálfu nafninu?
Frá Tomarusfjalli hrýst Achcron-
áin i gegnum fjalllendið út i íónska-
haf. Forngrikkir eignuðu hana Ha-
desi Heljardrottni, en leiðin með-
fram henni cr jafnunaðsleg og
úfin. Á miðri leið til sjávar kem-
ur að litilli hásléttu, sem nefnist
Souli. Þar varðist lítill flokkur krist-
inna manna (aðallega af albönsku
kyni) yfirdrottnun Tyrkja alla 18.
■öld. Eru Grikkjum ekki önnur þjóð-
kvæði kærari en þau, er fjalla um
djörfung og snilli hinna 1500 kappa
Soulverja og þolgæði og einbeittni
kvenna þeirra. Þegar Souli loks-
ins var að þrotum komin, sprcngdi
munkurinn Samuli kastalann í loft
upp, en konur þær, sem enn voru
á lífi, fóru með börn sin út á hengi-
flug og hentu þeim fyrir björgin;
gerðu síðan hringdans með þeim
hætti, að hver þeirra á fætur ann-
arri hrapaði af hrúninni. -— Það er
nú varla von, að veslings Italirnir,
sem sendir liafa verið, með miðl-
ungsgóða samvizku kannski, til að
brjóta „afkomendur" þessa íólks til
hlýðni við erlenda yfirdrottnun, —
í veglausu landi að kalla, þar sem
allt leikur vikulega á reiðiskjálfi af
þrumum og stormum — l>að er.
finnst oss, hálfgerð forsending að
senda aumingjans Italiua út í þetta
hérað Heljar (að áliti Forngrikkja),
sem og raun ber vitni — — og þó
— má enginn við margnum! Senni-
320
lega eiga Grikkir eftir að þrá ann-
an Byron!
Marflatt sléttlcndi tekur snögglega
við, þegar nær dregur sjónum; árn-
ar, sem komu brunandi úr gljúírum,
lengja þá stuttu leið, sem þær eiga
ófarið, með ótal bugðum. Þar muu
hafa verið stöðuvatn á dögum Ho-
mers.
Skammt fyrir norðan mynni Ach-
eron-árinnar er hafnarborgin Parga,
smál)ær, sem hér er mynd af. Hún
varðist Ali Pasha árum saman. Loks
komust íbúarnir, með hjálp Breta,
að þeim samningum, að þeir ílytt-
ust allir til Korfu; þar fcngu þeir
jarðir.
f Pindusfjöllum eru ekki aðrir
vegir cn fjárgötur og refilsstigir.
Þar er þorpiif Mctsovo, rammbyggt
og mikilvægt hernaðarlega sem
hurðin fyrir Zygos-skarði, sem er
eina leiðin yfir til hinnar iðagrænu
Þessalíu og hafnarborgarinnar Sal-
oniki. Skarðið er 5000 feta liátt.
Fólkið þarna vekur sérstaka eftir-
tekt: karlmcnnirnir likjast glæsileg-
um ræningjasöguhetjjum og kven-
fólkið er tigulegt og frítt.
Prcvcsa er eina hafnarhorgin í
Epírus, sem nokkuð kveður að. V'eg-
urinn þaðan til Janína er atkvæða-
fallegur þar, sem hann liggur um
fjalllendið. En þann kafla, sem
Grikkir hafa varið svo vel fyrir
skriðum þeim, sem skrugguveðrin
koma af stað i fjöllunum þarna,
eiga þeir sennilega eftir að undir-
leggja skriðuhlaupum, er þeir or-
saka sjálfir, til þess að koma i veg
fyrir, að eina leiðin til leifturhern-
aðar um Epirus komi að haldi.
Það er hægara að rífa fjall upp
af undirstöðum sinum, en halda
þrældómsoki á þjóð, sem vill vera
frjáls. (Southcy).
Persónufrelsi er kjarninn í mann-
legri virðingu og hamingju. (Bul-
•wcr).
Neita mér sizt af öllu um þaö
írelsi að mega vita, hugsa, trúa. tala.
eins og samvizkan býður. (Milton)-
jönP