Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 40
Sngvar Pálsson bóndi á Balaskarði:
Jólafagnaður í
fyrsta áratug
ARIN 1903—09 dvaldi ég
á sama heimilinu í Aust-
ur-Húnavatnsýslu, fram
til dala. Þar var í þá daga talið
fyrirmyndar heimili. En þó var
þar ekkert ríkidæmi, en heldur
ekki fátækt. Vil ég nú reyna að
lýsa jólafagnaði þar, á þessum
árum, og man ég gerla eftir
öllum háttum þess.
Ég held, að allir, jafnt ungir
sem garnlir, hafi hlakkað til jól-
anna. Eftir að jólafasta byrj-
aði, var farið að skrifa ,,jóla-
sveinana“ og ,,jólameyjarnar“.
Þótti jafnan mikið í varið, að
„jólafólkið" væri sem flest, er
að garði har. Með jólaföstu var
lika byrjað á ýmsum undirbún-
ingi, sem varð að vera lokið
fyrir jól. Þá þurfti kvenfólkið
að spinna og prjóna margskon-
ar plögg eða föt, s. s. þrihyrn-
ur o. þ. h., er ætlaðar voru til
jólagjafa. Enginn mátti „klæða
jólaköttinn". En nægilegt var
talið að fá nýja sokka, eða
skyrtu, eða smokka, sem voru
mjög tíðkaðir í þá daga. Ef
eitthvað, sem var nýtt, var
þá notað í fyrsta sinn, var
talið, að sá losaðist við að
„klæða köttinn". Þá voru jóla-
342
sveit
þessarar aldar
skórnir gerðir með góðum fyr-
irvara, en þeir voru látnir í poka
og hengdir fram í eldhús. Karl-
menn þurftu líka ýmsu að lúka
fyrir jólin. T. d. að vefa eitt-
hvað ákveðið, eða þá þæfa. Þá
var einn starfi, sem jafnan
varð að lúka fyrir jól, en þaö
var að vinna hrosshárið. Það
eitt út af fyrir sig átti að boða
velfarnað næsta búskaparár, en
hið gagnstæða, ef ekki var full-
unnið. Allir unnu af kappi frá
kl. 7 að mörgni til kl. 10 að
kvöldi, en þá var jafnan lesinn
húslestur og svo farið að hátta.
A morgnana var aðeins
kveikt á týru (eða kerti), og
notuðu stúlkur þær við aö
kemba eða tvinna. I fjósi var
kveikt á týru, en i önnur pen-
ingshús var ljós ekki notað þa
daga. En að kvöldi, kl. 6, mátti
kyeikja á lampa, — en ekki fyr>
— og var hann látinn hanga 1
húsdyrum, til að lýsa um alla
baðstofuna, sem var í tveinun'
hólfum.
En jólin nálguðust óðfluga-
Fyrst var þá baðstofan þvegin.
hátt og' lágt. Síðan önnur bæj'
arhús þvegin, eða sópuð. Þa
var hver spjör þvegin úr rum*
jöitn