Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 133
Guðbrandur Jónsson:
P. V. G. Kolka: Ströndin
156 bls. — Aðalútsala: ísafoldarprentsmiðja h.f. —
Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri 1940,
ETTA er ein allra merki-
legasta bók, eöa öllu
heldur tvær merkileg-
ustu bækur, er ég hefi lengi
lesiö, ekki aðeins á vora tungu,
heldur yfir höfuö. Þaö er ákaf-
lega þægilegt aö taka hana sér
í hönd, þegar maður er rétt bú-
inn að jafna sig eftir aö hafa
pælt í gegnum „Markmiö og
leiöir“ eftir Huxley.
Þessi bók, eöa bækur, er
tvennt i senn: hún er (44
fyrstu síöurnar) framan til liók
í óbundnu máli um ástand
heimsins, orsakir þess og leið-
irnar út úr því, en aftan til er
hún ljóðakver. Þó aö þarna
mætist bundiö mál og óbundiö
og megi því, eins og ég geri,
kalla að bækurnar séu tvær, þá
víkur þó allt hiö veigamesta i
Ijóöunum aö sama punkti og
það, sem í fyrri bókinni stend-
ur.
Ritgerðin, eins og ég nú ætla
aö kalla hana, er rituö bæöi af
guömóði og geníalíteti. Höf.
þeytist engu siöur en Huxley í
bók sinni út um allar aldir og
öll lönd og tengir saman út og
suður, en þar skilur feigann og
ófeigann, aö Kolka gerir þetta
JÖRÐ
bersýnilega rökrétt og. öllum
skiljanlega, en hinn höf. hrærir
öllu saman í eina bendu — eina
flækju —, sem erfitt er aö
greiöa úr eins og úr öörum
flækjum. Hjá Kolka er hins-
vegar allt ljóst og skýrt. Hann
svarar viöstööulaust þeirri
spurningu, hvers vegna heimin-
um og mannkyninu vegni illa,
þrátt fyrir alla tækni og allar
svo kallaðar framfarir. Þaö er
vegna þess, segir hann, aö all-
ar íramfarir beinast aö þeim
þáttum einum í fari mannsins,
sem eru sýnilegir og áþreyfan-
legir, en lítiö sé skyggnst eöa
ekki eftir þeim lögmálum, sem
hið innra, ósýnilega líf lýtur.
Ef menn þekktu þau aö fullu, þá
væri meö vissu hægt aö lcoma
öllum háttum manna svo fyrir,
aö þeim vegnaöi vel og heim-
urinn yröi aftur að paradís.
Lciöin er rannsókn á þessu og
leit aö þessum lögmálum, en
markmiöið er full þekking á
þeim, en þá kemur allt annað
af sjálfu sér.
Ritgerö þessi er leikandi og
létt rituð af víösýni og viötækri
þekkingu, sem bersýnilega er
rótgróin, en ekki kröfsuö á
435