Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 158
ganga úr skugga um sannindin
aS.
Þeir höfSu, fjárhiröar þess-
instaðið yfir fé sínu í haglend-
inu, sem umkringir hina litlu,
fornfrægu borg, borg Davíös,
þjóðhetju ísraelsmanna. Þar
haföi hann sjálfur gætt fjár, á
meöan hann var unglingur, og
barizt viö birni og ljón. Það
hefir löngum veriö karlmann-
legt verk, aö hiröa sauöfé. Fjár-
hirðarnir, sem vér erum að
hugsa um, vöktu um nóttina
yfir fénu, einmitt af sömu á-
stæöu og Davíö hafði gert: til
þess aö verja það fyrir áleitni
rándýra. Þaö þurfti því meira
en lítið til, að þessir harögeru,
skylduræknu menn yfirgæfu
hjöröina — sjálfsagt ekki um-
hiröulausa, en varnarlitla mið-
aö viö venju. Já, þaö haföi
komiö fyrir þá alveg einstakur
atbu.röur. Þeir höföu, er minnst
varði, veriö umkringdir ljóma,
sem þeir skildu ekkert í (því
þá voru ekki kastljósin) og er
þeir hrökkva viö og líta upp,
þá sjá þeir skínandi veru, engil.
Þeir höföu auövitaö aldrei séö
engil fyr, en þarna var ekkert
um að villast. Þeim ægir ljóm-
inn; þeim finnst þeir vera
dæmdir menn, því þeir höföu
heyrt eitthvað um, aö enginn
gæti séð Guð og haldið lífi. Og
þetta var nú á þeirra mæli-
kvarða, fljótt skoöað, nokkurn
veginn sama og það að sjá Guð.
En engillinn mælti: „Verið ó-
460
hræddir; því sjá : ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýönum; því að yð-
ur er í dag frelsari fæddur, sem
er Kristur Drottinn í borg Da-
víðs. Og hafiö þetta til marks:
Þér munuð finna ungbarn reif-
að og liggjandi í jötu.“ Og í
sömu svipan var með englinum
fjöldi himneskra hersveita, sem
lofuðu Guð og sögöu: „Dýrö sé
Guði í upphæöum og friður á
Jörðu með þeim mönnum, sem
hann hefir velþóknun á.“ Og er
englarnir voru farnir frá þeim
til himins, sögu hirðarnir hver
viö annan: „Vér skulum fara
til Betlehem og sjá þennan at-
burö, sem orðinn er og Drott-
inn hefir kunngert oss.“
AÐ VAR VÍST EIN-
MITT HIÐ SAMA, sem
vér ætluðum aö gera á vorn
hátt, kæri söfnuður, þessa sam-
verustund í dag. Vér verðum
aö visu að láta oss nægja, að
gera þaö í anda — en vér höf-
um það líka fram yfir þessa
fjárhiröa fyrir rúmlega 19 öld-
um, að vér vitum svo aö segja
allt um það líf, sem fæddist i
mannheim hina umgetnu nótt
og fjárhiröarnir á Betlehems-
völlum urðu, þrátt fyrir hina
dýrlegu vitrun, að láta sér
nægja að skoða trúaraugum.
Þeir voru óupplýstir og ó-
brotnir almúgamenn. Þeir tóku
reynslu sína einfaldlega, eins
og hún lá fyrir, og hafa vafa-
JÖRU