Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 59
snæbreiöunni. Inni er hlýtt, allt
fágaö og prýtt et'tir föngum.
Þar er beðiö með óþreyju eftir
gestinum.
— — Kertaljós eru tendruð
á litlu jólatré. Það er íslenzk
birkihrísla. Úlfur horfir opnum
augum inn í ljósadýrðina.
Faðir hans tekur sálma- og
húslestrabók ofan at’ hillu. —
Hann ætlar að lesa um jóla-
boðskapinn. En áöur en sú at-
höfn hefst, dregur Úlfur stórt
bréf upp úr brjóstvasa sínum.
Það er til Hákonar, skrifað
nieö hinni fögru og þróttmiklu
rithönd kaupmannsins.
Þetta er kafli úr bréfinu:
,,— — Viöskipti mín við
yður hafa ekki verið svo
hrein, sem æskilegt heíöi
veriö. En ég vil vinna aftur
traust yðar og verðskuldaöa
virðingu.
Yöar ungi, hugprúöi son-
ur hreif einkason minn úr
helgreipum dauöans. Þaö
veröur aldrei þakkað meö
orðum, aldrei goldið með fé.
Það er mér of mikils virði
til þess. — Hér með legg ég
kaupsamninginn, sem við
gerðum í haust. Það er lítil
viðurkenning til sonar yðar.
Hann mun engin laun hafa
fremur kosið. En umsamið
kaupverö jarðarinnar geng-
ur inn í reikning yðar. Þér
eigið að nota það til umbóta
á óðali yðar.
Það er víst vilji guðanna,
JÖRn
að Dalur verði í eigu yðar á-
fram. Og ég óska af heilum
huga, að hamingjan brosi í
nútíð og framtíð við yður í
faðmi hinna fögru fjalla....“
Og gleðiþrungin þökk ríkir
einvöld í litlu torfl)aðstofunni.
„Heims um ból,
helg eru jól,“
ómar út í stjörnubjart kvöldið.
Hæst ber skær og fögur ungl-
ingsrödd. í henni er sigur-
hreimur. — Úlfur hefir sigrað.
Hann hefir hefnt ranglætis,
sem faðir hans varð fyrir. Og
hefndin er fullkomin, því að
hún var unnin í drengs anda.
Brosandi stjörnur depla aug-
um úti i blátærum geimnum, og
norðurljósin stíga svifléttan
dans.
Ennþá einu sinni boða himn-
arnir frið á jörðu.
Nóttin helga er komin.
CORREGGIO, höfundur Mariu-
niyndarinnar, sem sýnd er hér á bls.
309, var meðal mestu málara, sem
uppi voru á mesta blómatíma mynd-
listarinnar siðan Hellas leið, Endur-
lifnunaröldinni itölsku á 16. öld.
Dráttlist hans er, að tækni til, ein-
bver bin djarfasta í myndlistarsög-
unni; hörundslitur meyja hans með
aflírigðum skær, en svásleiki mynd-
anna og fjör suðrænt. Hann náði
tæplega miðaldri, eins og titt er um
hina mestu listamenn. Það cr eins
og þeir lifi á sterkara „gíri“ en aðr-
ir menn, og „benzinið" þeirra eyðist
oftast fyrr upp. Við nefnum þá
„geni" (án tillits til aldurs), en með
því orði eru þeir raunverulega
kenndir til anda. Ætli þeir séu ekki
goðmagnaðir ?
3G1