Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 114
aö drengskap sínum og dugn-
afii — já, sálu sinni. Þaö er að-
eins eitt, sem menn þurfa að
óttast og flýja: Þaö er tómleik-
inn, tómleikinn — andlega fá-
tæktin og tilgangsleysi liins
dáSlausa og athafnasnauða lífs.
Það er ekkert hræðilegt að
glíma við erfiðleikana, en það
er hræðilegt að hafa ekkert sér-
stakt að lifa fyrir. Góð hús-
móðir lendir aldrei í slíkri
hættu.
Mjög lærð og fræg kona í
Danmörku, sem tók ágætiseink-
unn við alla skóla, háa og lága,
varð orðabókarhöfundur og
viðurkennd fyrir lærdóm og
dugnað, sagði oftar en einu
sinni, og það heyrðu íslenzkir
skólamenn hana segja: „Et’
konan giftir sig, þá getur svo
farið, að hún sjái eftir því
stöku sinnum; en ef konan gift-
ir sig ekki, þá sér hún eftir því
alla tíð.“ Þessi kona gifti sig
ekki, hún var hreinskilin og
sagði sannleikann. — Ég segi
því aftur: öll sú grautarmennt-
un, sem leiðir konuna frá því
göfugasta takmarki, sem nátt-
úran hefir sett henni, er hvort-
tveggja í senn, afvegaleiðandi
og miskunnarleysi við kven-
eðlið.
Menntun konunnar á að vera
örvandi undirbúningur að hjú-
skaparlífi. Uppeldið á að glæða
lijá henni áhugann fyrir hjú-
skaparlífinu og menntar hana
þannig, að það verði henni
416
bæði eðlilegt og sjálfsagt val.
á hinum heppilegustu árum
hennar. Hún verður þá ekki
eins ódýr á sjálfri. sér við laus-
ingjana, en biður með að sóa
ást sinni, þar til hinn útvalda
ber að garði — manninn, sem
kann að meta hennar kvenlegu
kosti, þráir umfram allt að eiga
hana og er sjálfur hennar verð-
ur.
í þessum sérstöku skólum.
sem mennta konuefnin, eiga að
kenna hinir hæfustu og lærð-
ustu menn. Aðeins hið bezta er
þar nógu gott. Þeir eiga svo að
koma þeim skilningi inn hjá
ungu stúlkunni, að hjúskapar-
lifið sé það, er henni láti Ijezt og
heppilegast sé fyrir hana að
stefna að. Það á að upphefja
hjúskaparlífið, en ekki niðra
því. Með þvi að búa sig undir
húsmóðurstöðuna eftir beztu
getu, velja hana svo á hinum
rétta og heppilega tíma, vinnur
konan þjóðfélaginu mest gagu
og tryggir sér sjálfri bezt far-
sælt líf. Unga stúlkan þarf að
skilja það, þegar á undirbún-
ingsárunum, að fari hún hyggi'
lega með hina kvenlegu auðlegð
sina, og noti rétt það rnikla
vald, sem lifið hefir gefið
henni, þá ætti ekki að vera nein
þurrð á sæmilegum, og jafnvel
ágætum mannsefnum. En eins
og nú er í pottinn búið, er ekki
hægt að liúast við öðru en le-
legum árangri.
jiiiin