Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 70
lega hús, sem svo vel hafði
reynzt okkur á dögunum, og
leggjum upp í nærri hvíldar-
lausa göngu niður að Haukadal.
Á Bláfellshálsi hafði rignt
svo mikið, að öll snjódyngjan
hafði verið farin að renna til —
öll 'Orðin að krapi —; en nu
var svo komði, h. u. 1). 4 klst.
eftir, að síðustu regndroparnir
féllu, að allt stálhélt. jafnvel
skíðalausum manni. — Slílc eru
veðrabrigðin g. öræfunum. Þau
eru snögg og hörð eins og
stormsveipirnir, sem blása um
hæstu tinda og skörð fjallanna.
EFTIR þetta er fremur fátt
af okkar för að segja. Við
gengum alla þessa nótt og all-
an næsta dag, óðum tvær ár:
Grjótá og Sandá.
Við drukkum síðasta teið
ckkar sunnan við Grjótá, þeg-
ar dinnnast var um morguninn,
er hvorki naut tungls né dags
og erfitt var að ganga vegna
þess, hve lítill snjór var og
grjótugt.
Það var olía í teinu: við
drukkum það öll úr sama pott-
inum. Tjaldið var stokkfreðið
og stóð eitt yfir okkur, meðan
við hituðum teið, og borðuðum
tvær síðustu flatkökurnar okk-
ar.
Klukkan að ganga sjö á Þor-
láksmessu komum við svo að
Haukadal og fengum dýrðleg-
ar móttökur hjá hjónunum þar.
372
Fyrst af öllu fórum við í
laugina og létum alla þreytu
rjúka burt í heitt og notalegt
hveravatnið. Síðan var okkur
boðið til kvöldverðar, og við
vorum öll á einu máli um það,
að hangikjöt væri langsamlega
bezti réttur í heimi.
Daginn eftir lét Ólafur Ket-
ilsson vekja okkur fyrir allar
aldir og gaf út þá skipan, að
allir skyldu vera ferðbúnir inn-
an stundar.
Eftir að við höfðum þegið á-
gætar veitingar hjá Haukadals-
hjónunum, og án þess að við
fengjum að greiða einn eyri
fyrir allar veitingarnar, gist-
ingu, umönnun og alla hjálp-
semi, þá var haldið af stað til
Reykjavíkur.
Hjá Múla kvöddum við vin
okkar Guðmund og þökkuðutn
honum ógleymanlegar sam-
verustundir.
ÆRRI ár er nú um liðið
Ég sé enn fyrir mér sið-
ustu tunglsskinsnóttina á Kih
— endalausa sléttuna — sal
hinna háu, glæstu fjalla, orpinn
geislaflóði mánans, sem glotti
bak við norðurljós og mjúkleit
ský hátt yfir för svipanna
þöglu, sem sækja á hug ferða-
mansins, svo hann heillast og
gleymir aldrei þeim né hinum
undursamlega hinnsta hvílustað
þeirra, Kili.
Bergur Vigfússon.
jöb£>