Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 129
skapur, og í síðari hluta sögunnar
eru tvær tnjög vel gerðar mannlýs-
ingar: Theodóra Jensine Thoraren-
sen kaupkona og Abrahamína þvotta-
kona, og fleira er þar gott, þó að
sá hluti sögunnar sé ekki eins
skemmtilegur og vel gerður og hinn
fyrri. Annars er sérstök ástæða til
að benda á þann frásagnarstil, sem
á sögunni er, því að hann er ein-
staklega léttur og eðlilegur, og verð-
ur ekki á honum séð, að Kristmann
hafi þar neinu tapað á langdvöl-
unum erlendis.
p RAMLAG HALLDÓRS KILJ-
AN LAXNESS til bókmennta
þjóðarinnar á þessu ári er Fcgurð
himiusins. Það er fjórða og siðasta
bók sögu hans um Ólaf Ljósvíking,
hið fátæka islenzka alþýðuskáld og
skáld allra þjóða og alda um leið.
í þessari sögu er víða við komið,
og mætast þar liinar íurðulegustu
andstæður, öfgar og býsnir, og mun
margur margt öðru visi kjósa. En
enginn mun þvi neita, eftir lestur
þessarar sögu, að þar er skáld á
ferð, sem erfitt er að segja fyrir
verkum; skáld, sem þrátt fyrir allt
á tvímælalaust þann guðlega neista,
sem gefur verki hans langvarandi
líf, hvað sent að því verður fundið.
Og um þessa siðustu bók Laxness
er það skemmst að segja, að það er
bezta bók hans, og með henni er
saga Ólafs Ljósvíkings orðin mesta
skáldrit höfundarins enn sem kom-
ið er.
Meira er deilt um skáldsögur Lax-
ness en allra annarra islenzkra höf-
unda. Þetta er meðfram fyrir það,
að skáldskapur hans er svo stór-
brotinn og óhemjulegur, að menn ná
ekki fangi á honum, en dragast þó
að honum um leið. En meira er
það þó fyrir annað. Hann er upp-
leysandi lífsskoðanir og siðferði-
skoðanir manna, en mönnum finnst
hann gefa lítið, til að trúa á og
styðjast við i lifinu. Laxness er
hyltingamaðurinn, sem sést ekki fyr-
lr> en fcr hamförum eins og storm-
Urinn; hirðir ekki um að byggja upp
1 staðinn. Hann skilur því viða sárs-
auka eftir. En hans mun lengi
JÖRD
minnzt, og sögu hans í ár verður
sennilega lengst minnzt hér a landi
þeirra skáldsagna, sem út koma á
árinu.
EN ef kjörin væri skáldsaga árs-
ins með atkvæðagreiðslu meðal
þjóðarinnar, yrði það liklega Sólon
Islandus eftir Davíð Stcfánsson frá
Fagraskógi. Davíð hefir þegar feng-
ið alþjóðar vinsældir fyrir ljóðagerð
sina, og i þessari sögu er ýmislegt,
sem menn munu taka fagnandi, svo
sem myndin af Trausta hreppstjóra,
heilbrigðum, tápmiklum alþýðumanni
og bændaforingja, að sumu leyti
nýjum manni í veröld íslenzkra bók-
mennta. Svo er ekkert hamrammt eða
byltingasamt við þessa sögu Davíðs.
Þar sem slíkt sýnist helzt, er höf-
undurinn bara að gera sér læti.
Kveykurinn i sögunni virðist vera
sá, að höfundinum blöskrar skrum-
girni og mikilmennskubrjálæði landa
sinna og fer að leita skýringa á
því, og finnur þær í fátæktinni og
óinenningunni, sem þjóðin á að baki
frá hörmungarárunum. Eins og
Matthias segir, þegar hann hefur
upp Grettisljóð: „Þú ert, Grettir,
þjóðin min“, hefir Davíð fundizt,
þegar hann hóf sögu sina um Sölva
Helgason: Þú ert, Sölvi, þjóðin min !
Það eru í rauninni engin lofsyrði
um bókmenntadómhæfni íslenzkrar
þjóðar, að gera ráð fyrir, að hún
myndi kjósa þessa sögu Daviðs
skáldsögu ársins. Sagan ber höfundi
sínum hvorki vitni sem stórbrotnu
slcáldi né nákvæmum listamanni. Þar
bregður að vísu fyrir björtum leiftr-
um, en það eru fremur skyndisýn-
ir ljóðskáldsins en heildarsýn sögu-
skáldsins. Davíð hefir sloppið ó-
skemmdur frá þvi að glíma við þetta
viðfangsefni, en hann hefir ekki vax-
ið af því. Sögu hans verður fagn-
að og hrósað og gleymt.
' J' VÖ UNG SKÁLD senda fram
■*- sína söguna hvort, Ölafur Jó-
hann Sigurðsson og Guðmtmdur
Daníclsson. Ólafur Jóhann veltir
fyrir sér nýtízku erlendum fyrir-
myndum í skáldsagnagerð, ber fót
sinn í spor erlendra tízkuhöfunda
431