Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 150
einu fimmtíu kindur. Hefir þa'S
verig allgott búsílag ofan á
heimaförgun, sem allt af var
mikil, enda bjó hann manna
bezt þar eystra, þrátt fyrir hina
afarmiklu gestnauö, sem á hon-
um hvildi. — Hann hafði í
smiðju sinni stóra hrúgu af af-
gömlum hornagörðum af hrút-
um af Eystrafjalli. Hausarnir
margir voru svo hrikalegir, að
margir urðu liissa. Eftir horna-
garðinum að dæma var þetta af
2—6 vetra hrútum. Benti það
til þess, að um tíma hafi verið
kominn mikill þroski i féð á
Eystrafjalli, og að féð hafi ekki
verið drepið árlega, á meðan
þessir hrútar voru að þroskast.
En eftir að ég þekkti til, var
undántekningarlaust gengið á
hrútana, en kvenkynið heldur
látið sleppa, enda gáfust þeir
allt af fyr upp. — Þetta villi-
fé þótti betra til frálags en
heimaalið fé. Það var afarfeitt
og mörmikið, en ekki að sama
skapi þungt í vigt. Orsökin til
þess, að aldrei sást af því ull-
artætla, er sjálfsagt sú, að skóg-
urinn hefir tætt hana af því.
EYSTRAFJALL var talið
1 tólf manna safn. Það var
gaman að vera við smölun bæði
í heimalandi Núpsstaðar og á
Eystrafjalli. Það var fjörugt,
en þó í raun og veru drepandi
fyrir ósérhlifna menn; oft og
einatt ekki nokkur þur þráður
á manni að kvöldinu. Og svona
452
urðu menn að leggjast niður í
sælukofa, er hafður var til bú-
staðar, á meðan verið var á
Eystrafjalli, og það jafnt, þó
að grimmdarfrost væri. En sú
bót var í máli, að við gátum
kveikt upp eld. Voru hlóðir i
kofaveggnum og áhöld til að
liita sér kaffi. Og á eftir mátti
sjóða sér spikfeita dilkaketsúpu.
Væri dilkaket ekki fyrir hendi,
höfðum við stundum nýveidd-
an silung úr Núpsá, sem rann
þar rétt hjá. Netin voru lögö a
kvöldin og dregin upp úr a
morgnana. Smalarnir lifðu
þarna kóngalífi, enda veitti
ekki af, því það er strangasta
verk, sem ég hefi komizt í ;l
æfi minni. — Gott var það með
fleiru um villiféð á Eystra-
fjalli, að það var „fyrir utan
landslög og rétt“ — nefnilega
ekkert goldið af því — aldrei
tíundað.
Gárungarnir urðu að vera
skikkanlegir, á meðan þeU
dvöldu á Eystrafjalli. Þar átti
sem sé að haíast við tröllskessa,
enda var þar örnefnið Skessu-
sæti. Einnig áttu þar aö veia
útilegumenn og álfar og jafn-
vel dvergar. Útilegumennirnir
voru taldir hafa bústað sinn
Grænafjalli, sem að vísu er a"
veg gróðurlaust og norðan við
Grænalón. Þeir voru taldu
ganga lausamjöllina á þi'Ug
um. Skessan átti að hafa
mann, en dvergar höfðu , sest
áflogum, og ekki sem frýniRf?
jöm>