Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 121
])á er mér næst aö halda, aö hún
lieföi heldur kosiö, aö sér heföi
algerlega skjátlast. í rauninni
var þetta allt annað, en hún
hafði búist við.
Dag nokkurn fékk ég boð um
að finna hana tafarlaust, og sem
betur fór lét ég það ekki undir
höfuð leggjast. Þegar mér var
vísað inn til hennar, stóð hún
■upp úr sæti sínu og sveif á
móti mér meö læðulegum flýti
parduskattar, sem fer að bráð
:sinni. Það leyndi sér ekki, aö
henni var mikið niöri fyrir.
„Jane og Gilbert eru að
skilja,“ sagði hún.
„Nei — er það nú satt! Þarna
liöfðuð þér, eftir allt saman,
rétt fyrir yður.“
Frú Tower horfði á mig
þannig á svipinn, aö ég botn-
aöi ekki í því.
„Vesalings Jane,“ tautaði ég.
„Vesalings Jane!“ endurtók
hún í þeim lítilsvirðingartón,
að mér varð orðfall.
Hún átti ekki auðvelt með að
skýra mér skipulega frá því,
sem komið hafði fyrir.
Gilbert var rétt að fara frá
henni, þegar hún hljóp í sim-
ann, til að ná í mig. Þegar hann
hafði komið inn til hennar, föl-
ur og gugginn, sá hún undir
eins, að eitthvað skelfilegt hafði
komið fyrir. Hún skildi hann
svo sem fyllilega, áður en hann
hóf frásögn sina!
„Maríon! Jane hefir yfirgef-
ið mig.“
JÖRD
Hún brosti svolítið til hans
og tók um hendina á honum.
„Eg vissi, að þér mynduö
fara drengilega að því. Það
heföi verið ógurlegt fyrir hana
að standa frammi fyrir fólki,
sem yfirgefin af yður.“
>,Eg kom til yðar af því, að
hér er ég viss um að finna sam-
úð.“
„Æ — ég ásaka yður sannar-
lega ekki, Gilbert,“ sagði frú
Tower mjög vinalega. ,,Það
hlaut að þessu að reka.“
Hann andvarpaði.
„Það er víst ? Það var ekkert
vit í að ímynda sér, að ég gæti
haldið henni til lengdar. Jafn-
einstök manneskja — en ég eins
og fólk gerist flest.“
Frú Tower strauk hendi
hans. Hún dáðist að honum.
„Nú, hvað gerið þið þá?“
„O — hún ætlar að skilja við
mig.“
„Jane hefir nú allt af sagt, að
hún myndi ekki standa yður í
vegi, ef að því ræki, að þér
óskuðuð þess, að ganga að eiga
unga stúlku.“
„Yður dettur þó ekki í hug,
að ég hefi lund í mér, til
að kvænast annari, eftir að
hafa verið maðurinn hennar
Jane?!“
Nú vissi frú Tower ekki,
hvaðan á sig veðrið stóð.
„Þér eigið, vænti ég, við, að
þér hafið yfirgefið Jane?“
,,Eg! Hvernig dettur yður
það í hug? Hún ætlar að gift-
423