Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 96
Tronjolly, sem var nú í fyrstu
heimskönnunarför sinni, kunni,
til aiS byrja meö, ekki sem bezt
viö sig, fann sig einmana og
fákunnandi gagnvart öllum
þessurn hestasveinum, skó-
sveinum, ökumönnum, buröar-
körlum, veitingamönnum og
öðrum, sem hafa þaö að at-
vinnu, að þjóna meiri háttar
ferðamönnum. Hann var dauð-
hræddur um að þeir svikju úr
sér peninga, en þó enn hrædd-
ari um, að þeir hentu gabb að
sér.
Ofan á þetta bættist, að Saint
André svaraði kvíönisspurning-
um hans um París meö lýsing-
um, sem sízt voru til þess falln-
ar, að sefa hans náttúrlegu
feimni, og óaði hann við til-
hugsuninni um að berja einn á
báti reginhaf þrælmennsku og
prettvisi. Meira að segja M.
Coupri, tilvonandi tengdaföður
sinn, sájrkveið ihann fyrir að
hitta. Að vísu datt honum ekki
í hug að efa, að sér yröi vel
tekið — en hann þekkti ekki
það fólk og það þektki hann
ekki, og í gegnum þessa þoku
ókunnuglcikans uxu honum all-
ir erfiðleikar í augum.
Hins vegar var Tronjolly
ekkert dulur, og þegar hann
hafði svo vingjarnlegan og ver-
aldarvanan förunaut, til að trúa
fyrir áhyggjum sínum, tók hann
brátt að ympra á þeim, þó það
kæmi allt á afturfótunum; en
er hann mætti skilningi, sagði
hann hug sinn allan og auð'
veldar.
Tronjolly skýrði M. de André
nákvæmlega frá, hvernig hög-
um sínum væri háttað, sérstak-
lega gagnvart Coupri-f jölskyld-
unni, að ógleymdi upphæö
heimanmundarins.
„Herra minn“, svaraði Saint
André, „ef fegurð ungfrúarinn-
ar stendur í nokkru sæmilegu
hlutfalli við annað framlag
hennar, þá eruð þér alveg ein-
stakur heppnismaður."
„Plvað það snertir", sagði
Tronjolly, yppti öxlum og
bretti brýrnar, „læt ég slag
standa. Ég hefi verið fullviss-
aður um, að hún sé hraust og
heilbrigð og alls ekki óskemmti-
leg. En þegar aðalatriðin eru
svo fullnægjandi, getur maður
varla búist við, að ekki skorti
heldur á það, sem minna er
um vert. Þeirri áhættu dettur
mér ekki í hug að skorast und-
an.“
„Þér kikniö ekki undir henni;
öll hjónavígsla er áhætta“, svar-
aði heimsmaðurinn hlæjandi.
„Yður er óhætt, úr því að að-
alatriðin eru í lagi.“
„Það mun ekki vilja svo til,
að þér séuð sjálfur kvæntur?
datt Tronjolly í hug að spyi'J3-
„Ég!“ Saint André hló aftur.
„Iværi vinur! Ég er yngri son-
ur og föðurarfur minn næg11
alls ekki til að risa undir ónátt-
úrlega vel þroskaöri eyðsluseiu1
minni. Auk þess eru það álög a
jönn
398