Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 134
handahlaupum upp úr dálkum
alfræöioröabóka. Ég er þess
alveg fullviss, aö ef grein sem
þessi birtist á erlendu tungu-
máli, myndi hún þegar vekja
almenna eftirtekt á höf. Að
loknum öðrum lestri allrar
bókarinnar er mér nær að
halda, að ritgerðin sé fullt eins
merkileg og kvæðin, og er það
þó sannarlega ekkert last um
þau.
Höf. er alveg óvenjulega
hagmæltur, og bragformin ræð-
ur hann svo vel við, að það
kemur örsjaldan fyrir, að þau
verði til þess, að honum vaflist
tunga um tönn, eins og mörg-
um öðrum verður. Maður gæti
beinlínis látið sér detta í hug,
að hugsanir höf. fæddust í
bragformi. Það er ekki svo að
skilja, að kvæðin í bókinni séu
ekki misjöfn að gæðum. Þau,
sem síðri eru,' eru þó yfirhöfuð
góð kvæði, en hin eru aftur á
móti sum hver dýrir gimstein-
ar, sum vegna lýrískrar fegurð-
ar, önnur vegna djúphygli og
jafnvel speki. í siðari hópnum
eru kvæði eins og „Moloch“
og flokkurinn „Gróttasöngur“,
sem bæði til samans flytja
ljóðaðan sama boðskap og rit-
gerðin framan við kvæðin; þá
er í þessum flokki kvæðið
„Máraflúr“, sem vafalaust er
eitt fegursta íslenzkt lýrískt
kvæði, er birzt hefir lengi. Það
er fínriðið eins og kniplingar
eða sjálft máraflúrið og glitr-
436
andi eins og fagur gimsteinn,
en það er hljómlist í orðum og
hrynjandi. Tvö fyrri kvæðin
eru þrungin af speki og fellur
þar allt sanian: hugsun, form
og mál. Þau kvæði eru vafa-
laust þungamiðja ljóðabókar-
innar.
í bókinni eru nokkur góð
tækifæriskvæði; þau standa
að vísu hinum kvæðunum
allmikið að baki, en fljúga
langt fram úr flestu af slikum
kveðskap öðrum, sem nú á dög-
um rennur upp úr svo að segja
öðrum hverjum manni.
Þar sem Kolka er, höfum vér
íslendingar eignast nýtt ágætis-
Ijóðskáld, og veitti ekki af. því
þau eru nú orðin ærið fá á landi
hér; skáldsagnasmiðin er búin
að gleypa þau. Þeim fækkar
skáldunum, sem hafa boðskap
að flytja, því flest góðskáldin
eru frekar tónsmiðir en hugs-
uðir; þau leika sér að hljóm-
um máls og ríms, sér og öðrum
til eyrnagamans, frekar en að
velta fyrir sér vandamálum
mannfólksins og reyna að finna
þar við einhver ráð.
Ég get ekki skilist svo við
þessar línur, að ég gefi ekki
hótfyndni minni lausann taum-
inn í nokkrum línum. Það ei
ekki rétt, sem höf. segir, að
Jón Gereksson (ekki Geirreks-
son) hafi verið erkibiskup 1
Lundi, sem þá lá í Danmörku,
heldur hafði hann verið erký
biskup í Uppsölum. Þetta rýih
JÖBP,