Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 13
II.
M REYNSLU MÍNA í
sendiherrastarfinu mætti
auövitaö segja frá ýmsu. Hér
■er aðeins rúm til þess að stikla
á örfáum steinum.
Sendiherrar eru í þeim flokki
manna, sem kallaðir eru um
heim allan „diplomatar“. Sumir
telja það fínt, að vera diplomat.
Aðrir telja þetta starf lítt hag-
nýtt tildur. Enu aðrir telja slika
menn varasama. Þeir séu ekki
allir þar, sem þeir séu séðir.
Góður diplomat þurfi helzt að
vera laginn bragðarefur. Og
sannleikurinn eða hreinskilnin
sé ekki allt of innarlega í búri
hjá þeim körlum. Jafnvel megi
segja um diplomatana eins og'
sagt var um manninn, að sam-
búð bans við sannleikann hafi
verið óslitin keðja af skírlífis-
brotum.
Hvað sé fínt eða ófint, tild-
ur eða hagnýtt, á það skal ég
engan dóm leggja. En mér
finnst vel og samvizkusamlega
unnið starf, i hvaða stöðu eða
stétt sem er, gott og nytsamt,
bæði fyrir starfsmanninn sjálf-
an og þjóðfélagið.
Þótt auðvitað eigi hér við
Ramla máltækið, að engin regla
se án undantekningar, fer mín
reynsla i þessa átt: Góður
ehplomat verður að virða sann-
leikann og temja sér hreinskilni
e'g' áreiðanleik.
Ef betur er að gætt, ætti þetta
að vera augljóst hverjum
manni. Til þess að geta gætt
sómasamlega hagsmuna þjóðar
sinnar úti í löndum, verður
diplomatinn að reyna að vinna
sér traust þeirra, sem hann
skiptir við. Menn, sem gera sig
seka um að brengla rétt mál
eða antian óheiðarleik í orðum
og athöfnum, geta máske þyrl-
að ryki í augu annara i bili, eða
um lengri tíma, ef þeir eiga við
einfalda menn eða trúgjarna.
En venjulega eiga diplomatarn-
ir ekki mikilvægustu viðskiptin
við slíkt fólk, heldur þvert á
móti. Og svo stendur það ó-
haggað, að upp konia svik um
síðir. Hvað verður þá um
traustið og h^íileikann að geta
gætt hagsmuna lands síns svo
að gagni komi ? Hitt er allt ann-
að mál, að koma þarf fram með
gætni og- kurteisi. Slíkt á ekkert
skilt við óáreiðanleik eða ó-
hreinskilni.
Ég hefi í störfum mínum átt
skipti við fjölda diplomata
margra þjóða og komist að
niðurstöðu, sem er í samræmi
við það, sem sagt er hér að
framan. Þeir leggja áherzlu á
að fara rétt með mál og gera
sig ekki seka um óáreiðanleik
eða óhreinskilni. Þessvegna eru
viðskiptin við þá geðfelld. Und-
antekningar þekki ég. En þær
hafa ekki verið tíðar í þeim
londum, sem ég hefi átt mest
af slíkum erindum til.
Jönn
315