Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 88
vatna, og aö slíkt gat oröið
ágætt og fullkomið listaverk.
En eitt vantaði í þessar
myndir. Þær áttu ekki birtu
náttúrunnar, ekki birtu dagsins
eða sólskinsins. Heldur ekki þá
skæru og sterku liti, sem nátt-
úran hefir, þegar sólin skin.
Og þess er heldur varla að
vænta. Málararnir máluðu
myndirnar inni á vinnustofum
sínum, en ekki úti í náttúrunni.
Þeir fóru út og gerðu sínar at-
huganir, gerðu teikningar af
trjám og fjöllum og öðru því,
er að haldi mátti koma; síðan
var myndin máluð inni, að
nokkru leyti eftir þessum
teikningum, og svo eftir minni.
Að fara út og mála eftir nátt-
úrunni sjálfri, það datt lista-
mönnunum ekki í hug; því þeir
eru vanafastir, þó að þeir séu
það ekki í eins ríkum mæli og
þeir, sem skoða myndir þeirra.
Þó fór svo að síðustu, aö
einstakir málarar tóku að mála
litlar myndir úti undir berum
himni. Og það var í rauninni
stór viðburður; miklu stærri en
menn munu þá hafa gert sér
grein, fyrir. Það er ekki sérlega
langt síðan þetta gerðist. Hinn
ágæti enski málari John Con-
stable (1776—1837) var meðal
hinna fyrstu.
Þessir málarar sáu nú, að
náttúran var miklu bjartari, en
hún hafði áður verið máluð.
Listamennirnir köstuðu hinum
brúnu og dökku litum frá sér,
390
og máluðu í þess stað með
sterkum og skærum litum —
jafnvel skuggarnir í myndun-
um urðu bjartir, eins og þeir
eru í sólskininu á daginn. Og
málararnir fundu nýja aðferð,
til þess að gefa myndum meiri
kraft og litafegurð. Þeir blönd-
uðu ekki liti sína á litaspjald-
inu, heldur létu litina standa að
meira eða minna leyti óbland-
aða í myndunum, og þegar þær
voru skoðaðar í nægilegri fjar-
lægð, runnu þessir litir saman,
í heila og þýða litafleti.
Hér var ekki um nýjung að
ræða, heldur beinlínis byltingu.
Málararnir höfðu flutt birtu og
kraft ljóssins og sjálfrar sólar-
innar inn í heim mvndlistar-
innar.
Menn skyldu nú ætla, að al-
menningur hefði verið lista-
mönnunum þakklátur, en
reyndin varð þó allt önnur.
Menn héldu þá eins og nú upp
á það, er þeir höfðu vanizt, og
hér var sannarlega brugðið út
af venju. Á sýningum þessara
málara sá almenningur hin
merkilegustu litafyrirbrigði;
meðal annars græn tré. A
gömlu myndunum voru trén
stundum að vísu grænleit; þ°
oftast með óákveðnum, brúnum
blæbrigðum.
Hinir sterku og djörfu lith'
Impressionistanna lcomu fólki
algerlega á óvart. Snjórinn 1
sólskininu, hvítgulur í birtunnn
ljósblár í skugganum; ekkert aí
jöno