Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 63
ólgu og sumstaðar að vaða
nokkurt vatn. Á krapinu halda
skíöin okkur nokkuð uppi, og
við sléppum furðanlega lítið
blaut frá öllu saman, en frost
fer nú harðnandi.
Á leiðinni upp hálsinn geng-
Ur á með myrkum éljum, sem
auka á náttmyrkrið; auk þess
hvessir í þau og gerir skafbyl.
Loksins komumst við samt upp
á Bláfellsháls; þá er mjög
hvasst og myrkt og ákaflega
erfitt að greina, hvað framund-
an er. Nú er allt annað en þægi-
legt að ganga á skíðunum. með
þunga byrði á bakinu. Við fá-
um líka nokkrar byltur, sumar
slæmar, en sleppum þó öll ó-
meidd. Nú verð ég allt i einu
fyrir því óhappi, að Ijrjóta ann-
að skíðið rnitt, og er það mik-
ið tjón i sliku veðri og færð,
er eftir eru nærri 20 km. í á-
fangastað. Skíðin, sem sviku
mig svo herfilega, eru láns-
skíði, — mín skildi ég eftir
heima, af því að þau eru ívið
stutt í vonda færð.
Og nú stöndum við þarna í
hrekku norðan í Bláfellshálsi,
með brotið skíði í höndunum,
°g fáum ekkert að gert.
Eftir þetta verð ég að gera
mér að góðu, að þramma skíða-
laus. Færðin er mjög þung;
efst er laus fönn, síðan skel,
Sem hálfheldur, og þar næst
snjór, en krap í lægðum. All-
mikið krap hleðst nú í poka-
ht'.vur minar og gerast þær
■törð
þungar, enda skyldi það eng-
inn láta sig' henda, að fara í
þeirri flík í vetrarferðalög.
Er við tökum að nálgast
Hyitá, fer að rofa í lofti. Stór-
fenglegir flákar, þar sem glatt
tunglskin og kolsvartir skugg-
ar ski])tast á, þreyta kapphlauji
út yfir víðáttu öræfanna. Efra
sviptir stormurinn skýjunum
fram og aftur; hann rekur þau
saman i feykimiklar hrannir;
svo tætir hann allt og tvístrar
öllu og aftur glottir máninn út
yfir öræfin.
Þetta er draugalegt kvöld. —
Brátt er því nær létt upp.
Bak við okkur gnæfir nú
Bláfell dimmblátt undir tungls-
ljósið að sjá, og framundan
l)lasir Kjölur við i allri sinni
dýrð, ævintýralega bjartur enda
þótt nótt sé.
Við komum að Hvítá en hún
er brúuð. Aldrei hef ég séð jafi’
úlfgrátt og draugalegt vatn og
Hvítá þetta kvöld, þar sem hún
veltur fram undir brúna, full af
krapi eins og hálfstorkin, í öll-
um sínum þunga.
Enn er alllangt í Hvítárnes,
en þangað ætluðum við að ná.
Rétt hjá brúnni, þar sem heitir
í Tangaveri, er gamall leitar-
mannakofi. Þvkir okkur ráð-
legast að leita þar gistingar,,
því að við höfum gengið langt
í vondri færð, erum talsvert
hlaut og frost er hart með all-
hvössum norðanvindi.
Kofinn í Tangaveri er nú
365