Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 52
Þorgeir Skorargeir:
HEFNDIN - JÓLASAGA
LANGT frá ysi og þysi
tæknimenningarinnar
leynist lítill torfbær milli
skógiklæddra ása. Bærinn er
lágur aS risi, en vaxinn upp úr
umhverfinu, svo að hann hverf-
ur inn í þaS eins og perla, sem
er greypt í dýran baug.
Neðan viö túniö er stórt
stöðuvatn, meö gróöursælum
hólmum. Þar er morandi lif. Á
vorkvöldum syngja svanir þar
sönglög eilíföarinnar, en þegar
geislar morgunsólarinnar koma
yfir heiöarbrúnina, brosir dögg-
in í grænu grasinu glettnislega
og dreymandi, eins og ástfang-
in mey.
Bærinn heitir Dalur. Og um-
hverfi hans er mjög rómaö fyr-
ir sumarfegurö.
En nú er haust. Og drunga-
legir dagar hverfa út í hiö dul-
arfulla djúp liöinna ára og
alda.
Skammt innan viö Dal eru
tveir menn í skógi. Hákon
bóndi grisjar skóginn, ber
klippurnar aö kræklóttustu og
kyrkingslegustu hríslunum, er
falla með lágu andvarpi til
jarðar fyrir hinni köldu sigð
dauðans. Úlfur, einkasonur
hans, ber viðinn saman og hleð-
ur í kesti, sem veröa fluttir til
354
bæjar, þegar sleðafæri kemur.
Úlfur er sextán ára að aldri og
mjög glæsilegt mannsefni.
Feðgarnir eru þögulir og
hamast. Úlfar er aö hugsa um
þá breytingu, sem oröið hefir á
föður hans á þessu hausti.
Hann haföi alltaf veriö kátur
og léttlyndur. En síðan hann
kom úr kaupstaöarferðinni,.
hefir hann ekki sést brosa.
Hann hefir tæplega neytt mat-
ar. Og Úlfur veit það líka, að
faðir hans hefir átt margar
andvökunætur.
Þaö glymur í skógarklipp-
unurn, þegar þeim er brugöi'ð
að stofnunum. Og feðgunum
sækist verkið vel.
Hákon hefir sezt á stein og
styður hönd undir kinn. Sxdta-
dögg situr á þreytulegu enni
hans. Hann rótar í dyngju af
fölnuðu viðarlaufi og bítur a
jaxlinn. Loks lítur hann hik-
andi upp og rennir íbyggnu
augnaráði til sonarins, sem
liggur á bakinu og horfir upp'
í himininn.
„Hvort myndir þú freniur
kjósa að eiga heima hér í kyrrð
fjallanna eða í hringiðu og
þægindum kaupstaðarins ?“ ■
spyr Hákon. Rómur hans el
hás og erfiður.
jöim