Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 17
ætti engra hagsmuna aö gæta
þar austur frá. Því hlytu orð
mín þeim í vil a'ö hafa sérstaka
áherzlu sem óeigingjörn og
hlutlaus með öllu.
Þessu lauk svo, aö hvorugur
sannfærði hinn. En maður hlaut
að hafa samúð með þessari
föðurlandslausu þjóð. Því
minntist ég á málið viö Hjalm-
ar Branting, þáverandi forsæt-
isráðherra Svia, sem var á
fundinum. En Svíar voru eina
Noröurlandaþjóðin, sem átti þá
fulltrúa i Þjóðabandalagsráð-
inu. Fann ég hjá Branting
mikla samúð með Armeníu-
mönnum (nefndin haföi auðvit-
að líka verið lijá honum) ; vildi
hann gjarnan ljá þeim liðsyröi
og mun hafa gert eitthvað í því
efni. En ekki fengu Armeníu-
menn samt föðurland í það
skiptið.
O TÖRF MÍN hafa leitt af sér
feröalög um mörg lönd,
auk ferðalaga utan embættiser-
inda. Enda hefi ég stundum
gengiö undir nafninu „Sendi-
Sveinn".
Ég hefi alltaf haft gaman af
því, að kynnast eitthvað fólki
af öllum stéttum, háum og lág-
Unr, ekki sízt almennu sveita-
fólki, ef þess hefir verið kost-
ur á ferðum mínum. Iivað slíkt
fólk getur aö jafnaði verið á-
stúðlegt við ókunnuga menn og
framandi hefi ég talsverða og
anægjulega reynslu um.
JÖRÐ
Ég hefi lent í þvi, með norsk-
um kunningja mínum, að fara
inn í sveitaveitingastofu uppi á
fjalli á Italiu, til þess að fá okk-
ur bita. Viö sátum tveir einir
við annað af langboröum með
baklausum trébekkjum í veit-
inga-„salnum“. Hitt borðið var
fullskipaö. Kom þá einn frá því
borði; sagðist sjá að við værum
útlendingar. Þeim leiddist að
sjá okkur þarna einmana. Hvort
við vildum ekki koma til þeirra
og drekka meö þeim glas af
víni? Viö þökkuðum og sett-
umst hjá þeim. Var þetta
hreppsnefnd, sem var aö fá sér
vínglas af afloknum fundi. Þótt
ýms vandkvæöi væru á því,
gagnkvæmt, aö gera sig skilj-
anlega, sátum við þarna í bezta
yfirlæti á aöra klukkustund,
spjölluðum saman á „golfrönsk-
unni“ okkar og skemmtum okk-
ur prýðilega. Gamall fátæklega
klæddur bóndi fylgdi okkur úr
hlaði og kyssti okkur báða að
skilnaði. — Ég tek það fram,
áð enginn var drukkinn, ekki
einu sinni kenndur.
Eða í sveitakrá uppi á fjalli
á einni eyjanna í Eyjahafinu
gríska. Það var á föstudaginn
langa. Meö okkur við borðið
var sveitamaöur á eynni. Inn
kemur hlaupandi drengur og
réttir okkur sitt hverjum liænu-
egg. Þetta voru ,,páskaegg“.
Við kölluðum á drenginn og
ætluðum að gefa honum skild-
ing. En sveitamaðurinn aftraöi
319