Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 87
Gunnlaugur Scheving:
Hvað er Impressionismi?
T MPRESSIONISMINN hefir
T haft mikla þýSingu fyrir ís-
lenzka málaralist og er þaö
eölilegt, þar sem hinir fyrstu ís-
lenzku málarar byrjuöu aö
starfa skömmu eítir, að þessi
listastefna var í mestum blóma.
En hvaö er Impressionismi ?
Eg vil í þessari stuttu grein
reyna að svara þeirri spurn-
ingu, aö svo miklu leyti, sem
slíkt er hægt i svo stuttu máli,
og vil ég jafnframt leyfa mér
að taka þaö fram, aö grein
þessi er aðallega skrifuö fyrir
þá, sem lítil eöa engin kynni
háfa af myndlist.
ALLT á sína sögu, listin og
menningin ekki síöur en
annað. Þegar við i dag sjáum
málverk, og gleöjumst yfir
birtu þess, vel samstilltum lit-
Um °g því, aö þaö er þaö, sem
menn almennt myndu kalla
eðlilegt, — aö þaö sem heild
verkar á okkur sem gleðilegt
°g gæfuríkt fyrirbrigði — og
aht þetta er í ríkum mæli hægt
aÖ segja um flest verk impres-
sionistanna, — þá er gott aö
^afa þaö i huga, aö þessi
stefna, þetta viðhorf, á sína
löngu sögu, og að þeir nienn,
Sem sköpuöu Impressionism-
JÖRÐ
ann, háðu sina höröu baráttu
viö fáfræði og vanafestu sam-
tíöarmanna sinna.
AÐ er ekki hægt aö segja,
að hinar fyrstu landslags-
myndir væru sjálfstæð verk.
Landslög voru, til aö byrja
meö, máluö sem bakgrunnur á
myndum helgra manna, mynd-
um úr Biblíunni eða goöafræði.
Hin eldri myndlist var mikið
háö trúarlegum efnum, lista-
mennirnir völdu sér viöfangs-
efni úr Bibliunni eða hinni
grisku goðafræði. Náttúran án
mannsins var óþekkt fyrir-
brigöi í myndlistinni.
En þessir bakgrunnar meö
útsýni yfir fjöll og hæöir, ár
og skóga, gáfu málurunum ný
viðfangsefni og svo fór, aö
sumir þeirra reyndu að mála
myndir af landslagi. Allt þetta
tók auðvitaö langan tíma. Ann-
ar maðurinn tók við, þegar sá
fyrri féll frá, og svo koll af
kolli. En menn læra af reynsl-
unni, bæði sinni eigin og ann-
arra; listamennirnir héldu ó-
trauðir áfram og svo fór, aö
menn sáu, aö vel var hægt aö
mála mynd af landslagi, án
nokkurs annars en himins og
fjalla, skóga eöa hæöa og
389